Erlent

Nýr prins Sví­þjóðar hefur fengið nafnið Óskar Karl Olof

Atli Ísleifsson skrifar
Daníel prins ræddi við fjölmiðla í gærkvöldi. Konungshöllin sendi frá sér mynd af fjölskyldunni á leið sinni heim í Hagahöll af sjúkrahúsinu.
Daníel prins ræddi við fjölmiðla í gærkvöldi. Konungshöllin sendi frá sér mynd af fjölskyldunni á leið sinni heim í Hagahöll af sjúkrahúsinu. Vísir/AFP/Kungahuset

Karl Gústaf  Svíakonungur greindi frá því í morgun að sonur Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins hafi fengið nafnið Óskar Karl Olof. Hann verður hertogi af Skáni.

Drengurinn kom í heiminn klukkan 20:28 á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gærkvöldi og vó 3.665 grömm og var 52 sentimetra langur. Sagði hann að bæði barni og móður liði vel.

Viktoríu og Daníel prins var ekki kunnugt um að Viktoría gengi með dreng fyrr en eftir að hann kom í heiminn.

Fyrir eiga hjónin prinsessuna Estelle sem kom í heiminn í febrúar 2012.

Drengurinn er þriðji í röðinni til að erfa krúnuna af Karli Gústaf konungi á eftir móður sinni Viktoríu og systur sinni Estelle.

Röðin lítur annars svona út:

  • 1. Viktoría krónprinsessa
  • 2. Estelle prinsessa, elsta dóttir Viktoríu
  • 3. Óskar Karl Olof, nýfæddur sonur Viktoríu
  • 4. Karl Filippus, sonur Karls-Gústavs konungs
  • 5: Barn Karls Filippusar sem von er á í apríl
  • 6: Madeleine, dóttir Karls-Gústavs konungs
  • 7: Leonore prinsessa, dóttir Madeleine
  • 8: Nicolas, sonur Madeleine

Karl Gústaf greindi jafnframt frá því að Johann Georg av Hohenzollern-Sigmaringen, eiginmaður Birgittu, systur Karls Gústaf, hafi látið lífið á sjúkrahúsi í Þýskalandi í gær.

Prins Oscar.

Posted by Kungahuset on Thursday, 3 March 2016

Prinsessan Estelle har på morgonen besökt Karolinska sjukhuset och träffat sin lillebror. Hela familjen har nu lämnat sjukhuset och är hemma på Haga slott. Alla mår bra och är mycket glada.

Posted by Kungahuset on Thursday, 3 March 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×