Svona gæti Trump valdið kreppu Sæunn Gísladóttir skrifar 4. mars 2016 11:11 Flest bendir til þess að Trump verði frambjóðandi repúblikana. Vísir/EPA Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Margir óttast þó að stefna hans í efnahagsmálum sé kolvitlaus. CNN Money tók saman fimm leiðir sem Trump gæti farið til að valda kreppu í Bandaríkjunum.1. Með því að hefja viðskiptastríð við Kína og MexíkóViðskiptamenn í Bandaríkjunum óttast að Trump muni hefja viðskiptastríð við Kína (auk annarra landa). Hann hefur hótað því að setja skatt á allt að 45 prósent vara frá Kína og Mexíkó. Líklegt er að þjóðirnar svari með því að hækka verð á bandarískum vörum í sínum löndum. Útflutningur telur til þrettán prósent af hagkerfi Bandaríkjanna. Viðskiptastríð gæti stefnt hagvexti í hættu.2. Trump er ófyrirsjáanlegurTrump er ófyrirsjáanlegur, hann talar tæpitungulaust og hefur breytt afstöðu sinni á mörgum málaflokkum í kosningabaráttunni. Viðskiptamenn kunna ill við óvissu. Trump gæti því skapað óvissu á mörkuðum.3. Brottflutningur 11 milljónaTrump er með áform um að vísa ellefu milljónum óskráðra verkamanna úr landi. Með því myndi íbúum Bandaríkjanna fækka um þrjú prósent. Þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á bandaríska hagkerfið þar sem mun færri væru að vinna.4. Með því að hækka verðlagEf Trump setur skatt á kínverskar og mexíkanskar vörur munu þær að sjálfsögðu hækka verulega í verði. Almennar heimilisvörur sem fást í Walmart og Target myndu þá hækka verulega. Þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölskyldur úr millistétt, auk þess að draga úr eftirspurn eftir vörum í framtíðinni. Þetta myndi taka sinn toll á hagkerfinu og jafnvel leiða til kreppu.5. Halli á ríkissjóðiSkattaáform Trump myndu lækka skatta almennings og fyrirtækja á landinu. Þetta myndi skapa fleiri ný störf en auka skuldir bandaríska ríkisins til muna. Tax Policy Center áætlar að skattáform hans myndu hækka skuldir Bandaríkjanna um 9,5 billjónir dollara innan áratugs. Forsvarsmenn telja að áætlanir hans séu ósjálfbærar. Óvíst er þó hvað Trump mun gera ef hann verður kosinn næsti forseti Bandaríkjanna, hann er einfaldlega of óútreiknanlegur. Donald Trump Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mexíkó harðneitar að borga fyrir landamæravegg Fjármálaráðherra Mexíkó segir að ríkið muni ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann landamæravegg sem Donald Trump leggur til að verði reistur. 3. mars 2016 22:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Eftir niðurstöðu Ofurþriðjudags stefnir allt í það að Donald Trump verði forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Margir óttast þó að stefna hans í efnahagsmálum sé kolvitlaus. CNN Money tók saman fimm leiðir sem Trump gæti farið til að valda kreppu í Bandaríkjunum.1. Með því að hefja viðskiptastríð við Kína og MexíkóViðskiptamenn í Bandaríkjunum óttast að Trump muni hefja viðskiptastríð við Kína (auk annarra landa). Hann hefur hótað því að setja skatt á allt að 45 prósent vara frá Kína og Mexíkó. Líklegt er að þjóðirnar svari með því að hækka verð á bandarískum vörum í sínum löndum. Útflutningur telur til þrettán prósent af hagkerfi Bandaríkjanna. Viðskiptastríð gæti stefnt hagvexti í hættu.2. Trump er ófyrirsjáanlegurTrump er ófyrirsjáanlegur, hann talar tæpitungulaust og hefur breytt afstöðu sinni á mörgum málaflokkum í kosningabaráttunni. Viðskiptamenn kunna ill við óvissu. Trump gæti því skapað óvissu á mörkuðum.3. Brottflutningur 11 milljónaTrump er með áform um að vísa ellefu milljónum óskráðra verkamanna úr landi. Með því myndi íbúum Bandaríkjanna fækka um þrjú prósent. Þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á bandaríska hagkerfið þar sem mun færri væru að vinna.4. Með því að hækka verðlagEf Trump setur skatt á kínverskar og mexíkanskar vörur munu þær að sjálfsögðu hækka verulega í verði. Almennar heimilisvörur sem fást í Walmart og Target myndu þá hækka verulega. Þetta myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölskyldur úr millistétt, auk þess að draga úr eftirspurn eftir vörum í framtíðinni. Þetta myndi taka sinn toll á hagkerfinu og jafnvel leiða til kreppu.5. Halli á ríkissjóðiSkattaáform Trump myndu lækka skatta almennings og fyrirtækja á landinu. Þetta myndi skapa fleiri ný störf en auka skuldir bandaríska ríkisins til muna. Tax Policy Center áætlar að skattáform hans myndu hækka skuldir Bandaríkjanna um 9,5 billjónir dollara innan áratugs. Forsvarsmenn telja að áætlanir hans séu ósjálfbærar. Óvíst er þó hvað Trump mun gera ef hann verður kosinn næsti forseti Bandaríkjanna, hann er einfaldlega of óútreiknanlegur.
Donald Trump Tengdar fréttir Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00 Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00 Mexíkó harðneitar að borga fyrir landamæravegg Fjármálaráðherra Mexíkó segir að ríkið muni ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann landamæravegg sem Donald Trump leggur til að verði reistur. 3. mars 2016 22:37 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tugir milljarða til að ná forystu Dýrkeypt getur verið að komast langt í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Clinton og Trump höfðu í lok febrúar varið 17,9 milljörðum króna í sín framboð. Trump varði þó einungis fimmtungi af fjárhæð Clinton. Frambjóðendur sem hætt 3. mars 2016 07:00
Bandaríkjamenn á flótta undan Trump velkomnir til Kanada Íbúar á kanadísku eyjunni Cape Breton í Nova Scotia hafa svarað kalli Bandaríkjamanna. 3. mars 2016 10:03
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Trump og Clinton með ótvíræða forystu Ofurþriðjudagurinn svonefndi skilaði Donald Trump nokkuð öruggu forskoti hjá Repúblikanaflokknum, helstu ráðamönnum flokksins til skelfingar. Hillary Rodham Clinton náði einnig að skjóta Bernie Sanders langt aftur fyrir sig. 3. mars 2016 07:00
Mexíkó harðneitar að borga fyrir landamæravegg Fjármálaráðherra Mexíkó segir að ríkið muni ekki undir neinum kringumstæðum greiða fyrir þann landamæravegg sem Donald Trump leggur til að verði reistur. 3. mars 2016 22:37