„Nóg komið af því að við séum látin éta skít“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 12:45 Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Sjá meira
Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Sjá meira