Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 19:20 Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent