Fótbolti

Van Gaal: Nota oft orðið „graður“ við leikmenn mína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manchester United mætir danska liðinu Midtjylland í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA annað kvöld.

Danska liðið vann afar óvæntan 2-1 sigur á heimavelli sínum í síðustu viku og er því mikil pressa á Van Gaal og hans mönnum fyrir leikinn á morgun.

„Það hefur verið mikil gagnrýni á okkur og það getur haft áhrif á leikmenn,“ sagði Louis van Gaal, stjóri United, sem sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. „En þeir verða að hunsa gagnrýnina.“

Sjá einnig: United tapaði í Herning | Sjáðu mörkin

Van Gaal hrósaði liði Midtjylland og sagði að það væri afar vel skipulagt. „Við verðum að halda boltanum betur og láta hann ganga hraðar manna á milli. Það er það sem við þurfum ávallt að gera.“

„Löngun [e. desire] er frábært orð. Ég nota oft orðið „graður“ við leikmenn mína,“ bætti svo hollenski knattspyrnustjórinn við.

Þó nokkuð er um meiðsli í herbúðum United en markvörðurinn David de Gea missir af leiknum vegna meiðsla en hann meiddist í upphitun fyrir fyrri leikinn. Þá er Chris Smalling tæpur sem og Cameron Borthwick-Jackson og Will Keane.

Wayne Rooney, Marouane Fellaini, Matteo Darmian, Phil Jones, Luke Shaw, Ashley Young og Bastian Schweinsteiger eru allir frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×