Fótbolti

Stjóri Fiorentina: Tottenham er með eitt af bestu liðum Evrópu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sousa var ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri leiknum gegn Tottenham.
Sousa var ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri leiknum gegn Tottenham. vísir/getty
Paulo Sousa, knattspyrnustjóri Fiorentina, segir að Tottenham sé með eitt af bestu liðum Evrópu.

Spurs og Fiorentina mætast í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld en fyrri leiknum í Flórens lyktaði með 1-1 jafntefli.

„Mér og fleirum finnst Spurs vera með eitt af bestu liðum Evrópu í augnablikinu. Hvort sem það er litið tæknilegra eða taktískra atriða, hugarfars eða líkamlegs ásigkomulags,“ sagði Sousa fyrir leikinn í kvöld.

„Þetta er ungt og hungrað lið sem vill alltaf sýna hvað í því býr. Við þurfum að leggja okkur alla fram og spila okkar leik,“ bætti Portúgalinn við en hann tók Fiorentina fyrir tímabilið.

Sousa þarf ekki að hafa áhyggjur af Harry Kane fyrir leikinn í kvöld en framherjinn nefbrotnaði á dögunum og missir þ.a.l. af leiknum gegn Fiorentina. Moussa Dembele, Tom Carroll, Clinton N'Jie og Jan Vertongen eru einnig frá vegna meiðsla hjá Tottenham.

Leikur Tottenham og Fiorentina hefst klukkan 20:05 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×