Íslensku stelpurnar rúlluðu upp Tyrkjum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 18:58 Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði frábærlega í 2. deild heimsmeistaramótsins sem fer fram í Jaca á Spáni. Íslensku stelpurnar unnu 7-2 stórsigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í dag eftir að hafa verið 2-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann og unnið lokaleikhlutann 3-0. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún skoraði þrennu auk þess að leggja upp eitt mark fyrir félaga sína í liðinu. Sunna Björgvinsdóttir, Guðrún Viðarsdóttir, Birna Baldursdóttir og Diljá Björgvinsdóttir skoruðu hin mörk íslenska liðsins. Anna Ágústsdóttir átti þrjá stoðsendingar og Sarag Shantz-Smiley gaf tvær stoðsendingar. Flosrún átti eina stoðsendingu og það átti Védís Valdemarsdóttir einnig. Guðlaug Þorsteinsdóttir varði 22 af 24 skotum sem komu á hana í leiknum en það gerir 90,9 prósent markvörslu. Birna Baldursdóttir skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu eftir stoðsendingu Védísar og Flosrún kom íslenska liðinu síðan í 2-0 á 6. mínútu. Tyrkir jöfnuðu í öðrum leikhluta en þær Diljá Björgvinsdóttir og Flosrún Jóhannesdóttir komu Íslandi aftur tveimur mörkum yfir. Flosrún Jóhannesdóttir innsiglaði síðan þrennuna sína áður en Sunna Björgvinsdóttir og Guðrún Viðarsdóttir gulltryggðu sigurinn. Næsti leikur íslenska liðsins er strax á morgun 1. mars þegar liðið mætir Nýja Sjálandi. Leikurinn hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma. Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí byrjaði frábærlega í 2. deild heimsmeistaramótsins sem fer fram í Jaca á Spáni. Íslensku stelpurnar unnu 7-2 stórsigur á Tyrkjum í fyrsta leik sínum í dag eftir að hafa verið 2-0 yfir eftir fyrsta leikhlutann og unnið lokaleikhlutann 3-0. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmaður leiksins en hún skoraði þrennu auk þess að leggja upp eitt mark fyrir félaga sína í liðinu. Sunna Björgvinsdóttir, Guðrún Viðarsdóttir, Birna Baldursdóttir og Diljá Björgvinsdóttir skoruðu hin mörk íslenska liðsins. Anna Ágústsdóttir átti þrjá stoðsendingar og Sarag Shantz-Smiley gaf tvær stoðsendingar. Flosrún átti eina stoðsendingu og það átti Védís Valdemarsdóttir einnig. Guðlaug Þorsteinsdóttir varði 22 af 24 skotum sem komu á hana í leiknum en það gerir 90,9 prósent markvörslu. Birna Baldursdóttir skoraði fyrsta markið strax á 2. mínútu eftir stoðsendingu Védísar og Flosrún kom íslenska liðinu síðan í 2-0 á 6. mínútu. Tyrkir jöfnuðu í öðrum leikhluta en þær Diljá Björgvinsdóttir og Flosrún Jóhannesdóttir komu Íslandi aftur tveimur mörkum yfir. Flosrún Jóhannesdóttir innsiglaði síðan þrennuna sína áður en Sunna Björgvinsdóttir og Guðrún Viðarsdóttir gulltryggðu sigurinn. Næsti leikur íslenska liðsins er strax á morgun 1. mars þegar liðið mætir Nýja Sjálandi. Leikurinn hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma.
Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira