Eiður Smári genginn í raðir Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári er orðinn leikmaður Molde. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30
Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48