Bruce Springsteen kemur í veg fyrir að Barcelona geti unnið titil á Bernabeu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 19:30 Bruce Springsteen. Luis Suarez, Neymar og Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona og Sevilla mætast í bikarúrslitaleiknum á Spáni í ár og þau vildu bæði að úrslitaleikinn færi fram á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Af því verður þó ekki. Real Madrid var ekki búið að gefa grænt ljós á það að hýsa úrslitaleikinn á Santiago Bernabeu og nú er orðið ljóst að leikvangurinn er upptekinn laugardaginn 21. maí næstkomandi. Forráðamenn Real Madrid voru ekki alltof spenntir fyrir því að Barcelona gæti unnið titil á þerra velli og á endanum var það bandarískur tónlistamaður sem kom þeim til bjargar. Bruce Springsteen mun halda tónleika á Santiago Bernabeu þetta kvöld og því verður bikarúrslitaleikurinn að fara fram annarsstaðar. Real Madrid reddaði sér í fyrra með því að segja að völlurinn væri lokaður vegna viðgerða. Nú gátu þeir nýtt sér tónleika Bruce Springsteen til að koma í veg fyrir að erkifjendurnir gætu unnið titil á þeirra heimavelli. Barcelona hefur náð að vinna bikarinn á Santiago Bernabeu en það var árið 1997 þegar Barca vann 3-2 sigur á Real Betis í framlengdum úrslitaleik. Luís Figo skoraði tvö mörk í leiknum og þar á meðal var sigurmarkið. Bikarúrslitaleikurinn á Spáni á sér ekki neinn einn samastað heldur flakkar hann á milli flottustu leikvanganna á Spáni. Barcelona fékk að vera á heimavelli fyrir ári síðan þegar liðið vann 3-1 sigur á Athletic Bilbao. Árið á undan vann Real Madrid 2-1 sigur á Barcelona á Mestalla í Valencia. Nú fer úrslitaleikurinn væntanlega fram á Vicente Calderon, heimavelli Atletico Madrid, en liðið fá þá mun minna í kassann því hann tekur 30 þúsund færri áhorfendur en Santiago Bernabeu. Síðasti bikarúrslitaleikurinn til að fara fram á Vicente Calderon var leikur Barcelona og Athletic Bilbao árið 2012 en Börsungar unnu hann 3-0 með tveimur mörkum frá Pedro og einu marki frá Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Barcelona og Sevilla mætast í bikarúrslitaleiknum á Spáni í ár og þau vildu bæði að úrslitaleikinn færi fram á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Af því verður þó ekki. Real Madrid var ekki búið að gefa grænt ljós á það að hýsa úrslitaleikinn á Santiago Bernabeu og nú er orðið ljóst að leikvangurinn er upptekinn laugardaginn 21. maí næstkomandi. Forráðamenn Real Madrid voru ekki alltof spenntir fyrir því að Barcelona gæti unnið titil á þerra velli og á endanum var það bandarískur tónlistamaður sem kom þeim til bjargar. Bruce Springsteen mun halda tónleika á Santiago Bernabeu þetta kvöld og því verður bikarúrslitaleikurinn að fara fram annarsstaðar. Real Madrid reddaði sér í fyrra með því að segja að völlurinn væri lokaður vegna viðgerða. Nú gátu þeir nýtt sér tónleika Bruce Springsteen til að koma í veg fyrir að erkifjendurnir gætu unnið titil á þeirra heimavelli. Barcelona hefur náð að vinna bikarinn á Santiago Bernabeu en það var árið 1997 þegar Barca vann 3-2 sigur á Real Betis í framlengdum úrslitaleik. Luís Figo skoraði tvö mörk í leiknum og þar á meðal var sigurmarkið. Bikarúrslitaleikurinn á Spáni á sér ekki neinn einn samastað heldur flakkar hann á milli flottustu leikvanganna á Spáni. Barcelona fékk að vera á heimavelli fyrir ári síðan þegar liðið vann 3-1 sigur á Athletic Bilbao. Árið á undan vann Real Madrid 2-1 sigur á Barcelona á Mestalla í Valencia. Nú fer úrslitaleikurinn væntanlega fram á Vicente Calderon, heimavelli Atletico Madrid, en liðið fá þá mun minna í kassann því hann tekur 30 þúsund færri áhorfendur en Santiago Bernabeu. Síðasti bikarúrslitaleikurinn til að fara fram á Vicente Calderon var leikur Barcelona og Athletic Bilbao árið 2012 en Börsungar unnu hann 3-0 með tveimur mörkum frá Pedro og einu marki frá Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira