Fótbolti

Okrað á stuðningsmönnum Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki er vitað hvort þetta par ætli að skella sér til Herning.
Ekki er vitað hvort þetta par ætli að skella sér til Herning. vísir/getty
Stuðningsmenn Man. Utd eru allt annað en sáttir við forráðamenn danska liðsins Midtjylland sem ætla að græða á þeim á morgun.

Stuðningsmenn Man. Utd þurfa að greiða 13 þúsund krónur fyrir miðann á leikinn en stuðningsmenn Southampton þurftu aðeins að greiða 4.000 krónur fyrir miða á sama stað í sömu keppni í ágúst.

Stuðningsmennirnir ætla að mótmæla þessu okurverði á leiknum með borða sem á stendur „Welcome to Scamdinavia“.

Stuðningsmenn United greiddu samtals 13.700 krónur fyrir miðana þrjá á útileiki liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þetta er fyrri leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×