Samkeppni frá útlöndum óumflýjanleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Stór hluti Íslendinga fer á hverju ári til útlanda til að kaupa föt. H&M nýtur mikilla vinsælda. Vísir/Getty „Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum. Netflix Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
„Landamæri samkeppnismarkaðar á Íslandi eru að breytast og aukin samkeppni erlendis frá getur verið erfið,“ sagði Kristín Friðgeirsdóttir, prófessor við London Business School og stjórnarformaður Haga, í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Hún sagði að það væri erfitt að berjast gegn þessari erlendu samkeppni og því þyrfti að taka henni fagnandi. Kristín lýsti því í ræðu sinni hvernig samkeppnin sem berst erlendis frá getur tekið á sig fjölbreytta mynd. „Þetta getur verið bein samkeppni þannig að fyrirtæki eru að setja á fót starfsemi á Íslandi eins og Costco er að gera. En svo getur það líka verið óbein samkeppni eins og með internetinu, eins og Netflix eða í ferðatösku svo sem barnaföt sem keypt eru í verslunum eins og H&M,“ sagði Kristín. Hún sagði þessa þróun vera óumflýjanlega. Hún benti á nýja könnun sem sýnir að 45 prósent Íslendinga versla erlendis og einnig þá staðreynd að þriðjungur Íslendinga verslar á netinu, yfirleitt við erlendar vefverslanir. „Þetta er áskorun fyrir íslensk fyrirtæki því að eins og hefur komið hérna fram þá er framleiðni á Íslandi lág,“ sagði Kristín. Vegna þessarar lágu framleiðni gætu íslensk fyrirtæki orðið undir í samkeppninni við erlendu risana. Kristín benti á að vegna þessarar áskorunar væri mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að geta keppt á jöfnum grundvelli og búa við viðskiptaumhverfi sem væri sambærilegt við viðskiptaumhverfið eins og það er erlendis. „Þá er ég að tala um skatta, tolla, regluverk og samkeppnisumgjörðina.“ Þá benti Kristín á að það væru ýmsar áskoranir sem lægju fyrir, til dæmis viðskiptahindranir. Sagði hún að 2/3 af matarinnkaupum væru innlend framleiðsla og 40 prósent af því væru innlendar landbúnaðarvörur. Kristín benti á að opinbert regluverk skekkti samkeppnisstöðu á þessum markaði og ekki væru allir sammála um það hvaða skref mætti stíga til aukins sjálfræðis. Kristín lagði áherslu á að stjórnvöld gætu opnað markaði enn frekar með því að einfalda regluverkið og hafa stofnanaumhverfið hagfellt og svipað því sem erlend verslun býr við. En það væri líka mikilvægt að fyrirtækin hefðu á að skipa hæfu starfsfólki og gætu fjárfest í menntun á sama hátt og gert væri í öðrum löndum.
Netflix Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira