Fótbolti

Rooney ekki með til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Wayne Rooney er ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir danska liðinu Mitdjylland í Danmörku á morgun.

Louis van Gaal valdi átján manna leikmannahóp sem fór til Danmerkur í morgun en búist er við því að hann útskýri fjarveru Rooney á blaðamannafundi síðar í dag.

Rooney spilaði allan leikinn er United tapaði fyrir Sunderland, 2-1, um helgina og hafa ekki borist fregnir af því að hann eigi við meiðsli að stríða.

Van Gaal hefur áður sagt að bestu möguleikar United á því að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð felast í því að vinna Evrópudeildina og því kæmi á óvart ef hann myndi hvíla Rooney nú.

Matteo Darmian á við axlarmeiðsli að stríða og verður ekki með í leiknum á morgun og mun Donald Love, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir United um helgina, leysa hann af hólmi.

Meðal annarra ungra leikmanna sem eru í hópi United má nefna Will Keane, Regan Poole, Joe Riley og James Weir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×