Fótbolti

Solskjær: Þetta er eins og í Dumb and Dumber

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ole Gunnar Solskjær er í skemmtulegu viðtali á Youtube-síðu danska liðsins Midtjylland sem mætir Manchester United í Evrópudeild UEFA á morgun.

Solskjær, sem er stjóri norska liðsins Molde, segist vitanlega halda með sínu gamla liði í leiknum enda eigi hann allt sitt að þakka bæði félaginu og Alex Ferguson, fyrrum stjóra sínum þar.

Hann er spurður álits um hvað Midtjylland um hvað liðið þurfi að gera til að vinna leikinn og segir hann að þó svo að United sé mun sigurstranglegra sé alltaf möguleiki.

„Þetta er svipað og hjá okkur í Molde gegn Sevilla. Sigurlíkurnar eru kannski eitt eða tvö prósent. En það er samt möguleiki. Þetta er eins og í Dumb and Dumber. Þar lítur hann [Lloyd Christmas] mjög jákvætt á það þegar hann heyrir að líkurnar á að hann fái stelpuna sé einn á móti milljón.“

„Maður verður að fara inn með þá trú að kannski verði þetta kraftaverkadagur.“

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan sem og umrætt myndbrot úr Dumb and Dumber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×