Viðskipti innlent

Þriðjungur heimila á Íslandi með Netflix

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Netflix hóf að veita þjónustu sína hér á landi um áramótin en fyrir þann tíma voru engu að síður fjölmörg heimili með áskrift.
Netflix hóf að veita þjónustu sína hér á landi um áramótin en fyrir þann tíma voru engu að síður fjölmörg heimili með áskrift. Vísir/Getty Images
Þriðjungur Íslendinga er með aðgang að Netflix. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR. Þar kemur fram að yngra fólk er líklegra til að vera með Netflix-áskrift og að stuðningsmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna séu mun ólíklegri til að vera með slíka áskrift.

Netflix opnaði nýverið fyrir streymisþjónustu sína hér á landi en fyrir þann tíma voru fjölmörg íslensk heimili með áskrift að þjónustunni í gengum krókaleiðir.

Gera má ráð fyrir að Netflix verði enn algengara á íslenskum heimilum á næstu mánuðum því að 7,5 svarenda í könnuninn sögðu að áskrift yrði keypt á næstu 6 mánuðum.

Íslendingar með Netflix eru meðal annars flokkaðir eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Stuðningsmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks eru líklegastir til að vera með Netflix en stuðningsmenn Bjartrar framtíðar eru líklegastir til að ætla að kaupa áskrift hjá fyriræktinu á næstu sex mánuðum.

Könnunin var framkvæmd 12. til 20. janúar á meðal álitsgjafa MMR. 922 einstaklingar svöruðu könnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×