Fimmtungur tekna kemur að utan Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. febrúar 2016 12:00 Hjá Advania á Íslandi starfa um sex hundruð manns. Nýlega bættust starfsmenn Tölvumiðlunar í hópinn. Fréttablaðið/Anton Ægir Már Þórisson tók við forstjórastöðunni hjá Advania á Íslandi í október síðastliðnum þegar ákveðið var að Gestur G. Gestsson myndi helga sig starfsemi móðurfélags Advania á Norðurlöndunum. Saga fyrirtækisins nær næstum því áttatíu ár aftur í tímann en sögu Advania má rekja allt til ársins 1939 þegar elsti fyrirrennarinn, Einar J. Skúlason, var stofnaður. Fyrirtækið sérhæfði sig þá í að gera við sjóðsvélar, ritvélar, og ýmislegt fleira sem ekki verður beintengt nútíma upplýsingatækni þó vissulega megi finna þar ákveðna skírskotun. Annar fyrirrennari fyrirtækisins er fyrirtækið Skýrr sem stofnað var árið 1952 af Reykjavíkurborg og Íslenska ríkinu. Mikið vatn rann til sjávar og rétt eftir síðustu aldamót störfuðu þessi fyrirtæki, ásamt fleirum, undir hatti Teymis sem var þá skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands.Reksturinn stokkaður upp Við endurskipulagningu eftir bankahrun var reksturinn stokkaður upp. Ákveðið var að sameina sum þessara fyrirtækja og skipta öðrum frá eins og í tilfelli Vodafone. Fyrirtæki á borð við Kögun, EJS, Skýrr, Eskil, Landsteina Streng og Hug AX voru sameinuð. „Verkefnið sem kristallaðist þarna var að sameina þetta. Þetta er heilmikið verkefni,“ segir Ægir Már og bætir við að þar fyrir utan hafi verið nokkrar einingar í útlöndum sem þurfti að vinna með sérstaklega. „Í fyrstu þá er þessi sameiningarlota gerð undir merkjum Skýrr. Síðan er sú ákvörðun tekin að keyra á sameiginlegt vörumerki. Og maður getur ekki gert erlendum hluthöfum það að nefna fyrirtækið þeirra Skýrr. Og við fengum þarna í alvörunni þá spurningu af hverju fyrirtækið væri nefnt eftir mjólkurafurð,“ segir Ægir Már og bætir við að útlendingum reynist erfitt að bera nafnið Skýrr fram. „Þannig að það varð ljóst að annaðhvort urðum við að keyra þetta með þá stefnu að vera með mismunandi heiti á fyrirtækjum eða fara í það verkefni að breyta nafni og ásýnd. Sem var það sem við gerðum,“ segir hann.Flókið mál að finna nafn Ægir Már segir það vera mikið ferli að finna nafn á fyrirtæki sem sé með starfsemi í mörgum löndum. „Aðallega fyrir þeirra hluta sakir að öll nöfn eru upptekin einhvers staðar. Þetta er ekkert mál á Íslandi en um leið og þú ert kominn á annað markaðssvæði þá er eiginlega alveg sama hvað þér dettur í hug, einhverjum öðrum er þá þegar búið að detta það í hug. Það sem menn þurfa þá að gera er að búa sér til nafn. Nafnið Advania sem slíkt hljómaði mjög illa í byrjun, alveg eins og öll hin 200 sem við skoðuðum. Þetta er bara stafarugl en síðan er það verkefni þeirra sem taka upp þetta nafn að ljá því einhverja merkingu,“ segir Ægir Már. Allt frá því að þetta verkefni hófst hafi verkefnið snúist um að sameina ólíkan kúltúr þeirra fyrirtækja sem fyrirtækið samanstendur af og svo hafi tvö fyrirtæki verið keypt. Annars vegar fyrirtækið Thor Data Center sem var keypt árið 2012 og hins vegar Tölvumiðlun í ágúst. „Við erum ekki að fara inn í verkefni nema við sjáum að það passi við okkar áherslur og stefnu og bæti einhverju við. Og það fyllir upp í einhver göt. Markmiðið undanfarið ár og þegar við horfum fram á veginn er að verða fókuseraðri,“ segir Ægir Már.Á hvað ætlið þið að fókusera? „Við erum búin að tilgreina nokkra fókuspunkta sem við ætlum að leggja áherslu á,“ segir Ægir Már. Hér á Íslandi sé rekið 600 manna fyrirtæki á mjög litlum markaði í samanburði við alþjóðamarkaðinn. „Sem von er erum við að gera allt sem hægt er á upplýsingatæknimarkaði. Það er voðalega fátt sem við komum ekki nálægt. Við höfum verið að fara yfir vöruframboðið okkar og einfalda það,“ segir hann.Sóknarfærin fjölmörg Ægir Már segir sóknarfærin vera ótalmörg. Hann segir flest öll verkefni í upplýsingatækni á Íslandi hafa snúist um það að draga úr kostnaði. Ekki séu mörg verkefni sem hafi snúist um vöxt. „Vonandi er aðeins farið að rofa til þarna. Svo horfirðu á hvað er að gerast í þessum geira. Upplýsingatæknin er að verða eins og rafmagn. Þú reiknar bara með að þetta sé í lagi og reiknar bara með að það gerist eitthvað en það á ekki að vera flókið. Tækifærin eru rosalega mörg í því að hjálpa fólki í því að einfalda og gera sinn upplýsingatæknirekstur skilvirkari,“ segir Ægir Már. Þeir sem reki fyrirtæki eigi að geta einbeitt sér að rekstri fyrirtækjanna og hafa aðra til þess að sjá um að allt sem tengist upplýsingatækni virki. „Fyrirtæki eins og við þarf að vera einhvern veginn á undan öðrum þarna. Ná eyrum þeirra sem stýra þessum málum og benda þeim á kosti og galla. Það eru mikil sóknarfæri þarna og mikil tækifæri fyrir atvinnulífið og hið opinbera á Íslandi að spara stórfé. Okkar áhersla mun snúast um það að einfalda hlutina fyrir fólk,“ segir hann.Hversu stórt er Advania á Íslandi, þegar kemur að starfsmönnum og veltu, miðað við það sem gerist erlendis? „Þetta er svona um það bil helmingur,“ segir Ægir Már. Hann bætir því við að félagið velti á heildina litið um 22 milljörðum á ári. Þar af sé íslenska starfsemin um tólf milljarðar. En hann bætir því við að um fimmtungur af tekjunum á Íslandi komi líka frá útlöndum. „Við erum með nokkra sérfræðinga hér á landi sem ekki er að finna í hinum löndunum,“ segir Ægir Már. Stór hluti tekna sem kemur að utan kemur líka vegna reksturs gagnaveranna á Íslandi. Ægir Már segir að stærstur hluti tekna fyrirtækisins, eða um helmingur þeirra, sé í hreinni og klárri útseldri vinnu starfsmanna, svo sem með prófun og þjónustu. „Svo er auðvitað mikill vöxtur í gagnaverunum. Þau eru alltaf að verða stærri hluti af kökunni.“Advania hefur vaxið síðustu ár.Dýr flutningur yfir Atlantshafið Ægir Már segir Ísland hafa ákveðna sérstöðu þegar kemur að gagnaverum, en hún sé stundum ofmetin. Ísland sé mjög hentugur staður fyrir tilteknar tegundir af gagnaverum. Aftur á móti sé dýrt að flytja gögn til og frá Íslandi og það þyrfti í raun og veru að vera fleiri valkostir í tenginum á milli Evrópu og Ameríku og Íslands til að það væri hægt væri að fá þessa stóru aðila á borð við Google, Facebook og Apple. „Þau velja frekar að vera á meginlandinu. Við höfum ekki verið álitin vera nógu sterkur kostur. Það hefur allt með tengingarnar að gera,“ segir Ægir Már. Hins vegar hafi Ísland þótt vera góður kostur fyrir gagnaver sem krefjist ekki mikils upplýsingaflæðis. Dæmi um þetta geti verið bílaframleiðendur. Þeir safni miklu af upplýsingum sem koma úr nútímabílum og vilji greina þau gögn. Þetta sé mjög stór grein sem ekki krefjist stöðugs gagnaflutnings heldur frekar mikillar reiknigetu. Ægir Már segir samkeppnina við þá sem reka gagnaver erlendis vera mjög mikla og það verði að hafa það í huga. Menn verði að vera á tánum til þess að vera samkeppnishæfir. „Ekki ganga út frá því sem vísu að hér sé allt best og flottast þó að raforkan sé á hagstæðu verði,“ segir hann. Hann segir að víða erlendis, í Skandínavíu og Norður-Evrópu, beiti ríki skattaívilnunum til að laða að fjárfesta. Hann segist ekki endilega vera að kalla eftir slíku hér á landi. Þó verði öll aðföng, á borð við raforku, að vera á samkeppnishæfu verði. Advania er núna í eigu sænskra fjárfesta sem hafa það að markmiði að bjóða fyrirtækið út og skrá það í kjölfarið á markað. Ægir Már segist þó ekkert vita um tímasetningar fyrirhugaðs útboðs. Það sé ákvörðun eigendanna. „En maður þarf að velta fyrir sér hvaða þýðingu þetta hefur fyrir starfsfólkið. Og í rauninni breytir þetta ekkert rosalega miklu fyrir hinn venjulega starfmann. Við höfum sagt það að félagið á að vera skráningarhæft. Þannig að þegar kallið kemur þá þurfi ekki mikið til þess að verða við því. Okkar verkefni hérna er að reka gott fyrirtæki og við erum lítið að velta þessu fyrir okkur.“Lærði sálfræði við HÍLeið Ægis Más í forstjórastólinn hjá Advania er ólík margra annarra sem veljast til forystu í stórfyrirtækjum. Hann kláraði ekki viðskiptafræði eða hagfræði heldur lauk hann sálfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998 og vatt sér svo í framhaldsnám, sem hann kláraði nokkrum árum seinna. „Ástæðan fyrir því að ég fór í það nám var fyrst og fremst sú að mér finnst fræðin skemmtileg. Mér finnst þetta snerta á öllum mögulegum sviðum manneskjunnar. Snerta á því hvernig við virkum í hóp, hvernig við virkum sem einstaklingar og hvernig við virkum sem lífverur,“ segir Ægir Már. Hann bætir því við að áhugasvið hans séu mjög fjölbreytt og honum hafi fundist þetta allt saman mjög spennandi og áhugavert, en hafði mikinn áhuga á vinnusálfræði. Hann var í fyrsta hópnum sem fór í gegnum kandídatsnámið í Háskóla Íslands og lagði áherslu á vinnusálfræði að því marki sem hægt var. „Eftir útskrift úr mastersnámi hóf ég störf hjá fyrirtæki sem hét þá IMG (en heitir í dag Capacent) og var þar sem ráðgjafi. Sú ráðgjöf snerist að miklu leyti um mannauðsmálefni. Það var þar sem ég fann mína syllu og vann þar í nokkur ár. Svo kom að því að það fyrirtæki stækkaði og það þurfti alveg sérstakan fókus á mannauðsmálin og ég tók við því hlutverki og svo í rauninni endaði ég á því að stýra ráðgjafareiningunni. Varð framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs,“ segir hann. Ægi Má bauðst svo tækifæri til þess að taka við mannauðsmálunum hjá Skýrr og ákvað að grípa tækifærið. „Mér fannst það verkefni gríðarlega spennandi. Sérstaklega fyrir þær sakir hvað mikið átti eftir að gerast. Þetta er fyrirtæki sem keyrir sig nær eingöngu á fólki og það að koma inn í mannauðsmál hjá slíku fyrirtæki er alveg ótrúlega spennandi,“ segir hannHeldurðu að þú leggir meiri áherslu á starfsmannamál í þessu fyrirtæki en gerist og gengur, maður með þína menntun?„Já, það er erfitt að hlaupa frá upprunanum, ég myndi halda það. Ég held að þau fyrirtæki sem ætla sér að ná árangri í þessum bransa nái því ekki öðruvísi en að vera með mikla og skynsamlega áherslu á fólk,“ segir Ægir Már og bætir því við að starfsemi fyrirtækisins byggi fyrst og fremst á hugviti. „Það var mitt markmið sem mannauðsstjóri að búa til framúrskarandi vinnustað og vægi þess hefur síst minnkað.“ Ægir Már vekur athygli á því að í byrjun ársins hafi fyrirtækið tekið inn í hús starfsfólk Tölvumiðlunar. „Það er í raun og veru nýskeð og út frá mínu sjónarhorni hefur það verið mjög skemmtilegt ferli og gengið gríðarlega vel. Við erum komin með þrjátíu starfsmenn sem hafa sérhæft sig í því að smíða og þróa mannauðslausn sem hentar íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Það að taka þetta inn þannig að það gangi allt vel fyrir sig er verkefni í sjálfu sér,“ segir hann. Þetta hafi krafist góðs undirbúnings og verkefnið hafi gengið vel. Hann segir að það hafi verið mun einfaldara ferli að samþætta rekstur Thor Data Center við fyrirtækið því starfsemin sé eðlisólík. Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ægir Már Þórisson tók við forstjórastöðunni hjá Advania á Íslandi í október síðastliðnum þegar ákveðið var að Gestur G. Gestsson myndi helga sig starfsemi móðurfélags Advania á Norðurlöndunum. Saga fyrirtækisins nær næstum því áttatíu ár aftur í tímann en sögu Advania má rekja allt til ársins 1939 þegar elsti fyrirrennarinn, Einar J. Skúlason, var stofnaður. Fyrirtækið sérhæfði sig þá í að gera við sjóðsvélar, ritvélar, og ýmislegt fleira sem ekki verður beintengt nútíma upplýsingatækni þó vissulega megi finna þar ákveðna skírskotun. Annar fyrirrennari fyrirtækisins er fyrirtækið Skýrr sem stofnað var árið 1952 af Reykjavíkurborg og Íslenska ríkinu. Mikið vatn rann til sjávar og rétt eftir síðustu aldamót störfuðu þessi fyrirtæki, ásamt fleirum, undir hatti Teymis sem var þá skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands.Reksturinn stokkaður upp Við endurskipulagningu eftir bankahrun var reksturinn stokkaður upp. Ákveðið var að sameina sum þessara fyrirtækja og skipta öðrum frá eins og í tilfelli Vodafone. Fyrirtæki á borð við Kögun, EJS, Skýrr, Eskil, Landsteina Streng og Hug AX voru sameinuð. „Verkefnið sem kristallaðist þarna var að sameina þetta. Þetta er heilmikið verkefni,“ segir Ægir Már og bætir við að þar fyrir utan hafi verið nokkrar einingar í útlöndum sem þurfti að vinna með sérstaklega. „Í fyrstu þá er þessi sameiningarlota gerð undir merkjum Skýrr. Síðan er sú ákvörðun tekin að keyra á sameiginlegt vörumerki. Og maður getur ekki gert erlendum hluthöfum það að nefna fyrirtækið þeirra Skýrr. Og við fengum þarna í alvörunni þá spurningu af hverju fyrirtækið væri nefnt eftir mjólkurafurð,“ segir Ægir Már og bætir við að útlendingum reynist erfitt að bera nafnið Skýrr fram. „Þannig að það varð ljóst að annaðhvort urðum við að keyra þetta með þá stefnu að vera með mismunandi heiti á fyrirtækjum eða fara í það verkefni að breyta nafni og ásýnd. Sem var það sem við gerðum,“ segir hann.Flókið mál að finna nafn Ægir Már segir það vera mikið ferli að finna nafn á fyrirtæki sem sé með starfsemi í mörgum löndum. „Aðallega fyrir þeirra hluta sakir að öll nöfn eru upptekin einhvers staðar. Þetta er ekkert mál á Íslandi en um leið og þú ert kominn á annað markaðssvæði þá er eiginlega alveg sama hvað þér dettur í hug, einhverjum öðrum er þá þegar búið að detta það í hug. Það sem menn þurfa þá að gera er að búa sér til nafn. Nafnið Advania sem slíkt hljómaði mjög illa í byrjun, alveg eins og öll hin 200 sem við skoðuðum. Þetta er bara stafarugl en síðan er það verkefni þeirra sem taka upp þetta nafn að ljá því einhverja merkingu,“ segir Ægir Már. Allt frá því að þetta verkefni hófst hafi verkefnið snúist um að sameina ólíkan kúltúr þeirra fyrirtækja sem fyrirtækið samanstendur af og svo hafi tvö fyrirtæki verið keypt. Annars vegar fyrirtækið Thor Data Center sem var keypt árið 2012 og hins vegar Tölvumiðlun í ágúst. „Við erum ekki að fara inn í verkefni nema við sjáum að það passi við okkar áherslur og stefnu og bæti einhverju við. Og það fyllir upp í einhver göt. Markmiðið undanfarið ár og þegar við horfum fram á veginn er að verða fókuseraðri,“ segir Ægir Már.Á hvað ætlið þið að fókusera? „Við erum búin að tilgreina nokkra fókuspunkta sem við ætlum að leggja áherslu á,“ segir Ægir Már. Hér á Íslandi sé rekið 600 manna fyrirtæki á mjög litlum markaði í samanburði við alþjóðamarkaðinn. „Sem von er erum við að gera allt sem hægt er á upplýsingatæknimarkaði. Það er voðalega fátt sem við komum ekki nálægt. Við höfum verið að fara yfir vöruframboðið okkar og einfalda það,“ segir hann.Sóknarfærin fjölmörg Ægir Már segir sóknarfærin vera ótalmörg. Hann segir flest öll verkefni í upplýsingatækni á Íslandi hafa snúist um það að draga úr kostnaði. Ekki séu mörg verkefni sem hafi snúist um vöxt. „Vonandi er aðeins farið að rofa til þarna. Svo horfirðu á hvað er að gerast í þessum geira. Upplýsingatæknin er að verða eins og rafmagn. Þú reiknar bara með að þetta sé í lagi og reiknar bara með að það gerist eitthvað en það á ekki að vera flókið. Tækifærin eru rosalega mörg í því að hjálpa fólki í því að einfalda og gera sinn upplýsingatæknirekstur skilvirkari,“ segir Ægir Már. Þeir sem reki fyrirtæki eigi að geta einbeitt sér að rekstri fyrirtækjanna og hafa aðra til þess að sjá um að allt sem tengist upplýsingatækni virki. „Fyrirtæki eins og við þarf að vera einhvern veginn á undan öðrum þarna. Ná eyrum þeirra sem stýra þessum málum og benda þeim á kosti og galla. Það eru mikil sóknarfæri þarna og mikil tækifæri fyrir atvinnulífið og hið opinbera á Íslandi að spara stórfé. Okkar áhersla mun snúast um það að einfalda hlutina fyrir fólk,“ segir hann.Hversu stórt er Advania á Íslandi, þegar kemur að starfsmönnum og veltu, miðað við það sem gerist erlendis? „Þetta er svona um það bil helmingur,“ segir Ægir Már. Hann bætir því við að félagið velti á heildina litið um 22 milljörðum á ári. Þar af sé íslenska starfsemin um tólf milljarðar. En hann bætir því við að um fimmtungur af tekjunum á Íslandi komi líka frá útlöndum. „Við erum með nokkra sérfræðinga hér á landi sem ekki er að finna í hinum löndunum,“ segir Ægir Már. Stór hluti tekna sem kemur að utan kemur líka vegna reksturs gagnaveranna á Íslandi. Ægir Már segir að stærstur hluti tekna fyrirtækisins, eða um helmingur þeirra, sé í hreinni og klárri útseldri vinnu starfsmanna, svo sem með prófun og þjónustu. „Svo er auðvitað mikill vöxtur í gagnaverunum. Þau eru alltaf að verða stærri hluti af kökunni.“Advania hefur vaxið síðustu ár.Dýr flutningur yfir Atlantshafið Ægir Már segir Ísland hafa ákveðna sérstöðu þegar kemur að gagnaverum, en hún sé stundum ofmetin. Ísland sé mjög hentugur staður fyrir tilteknar tegundir af gagnaverum. Aftur á móti sé dýrt að flytja gögn til og frá Íslandi og það þyrfti í raun og veru að vera fleiri valkostir í tenginum á milli Evrópu og Ameríku og Íslands til að það væri hægt væri að fá þessa stóru aðila á borð við Google, Facebook og Apple. „Þau velja frekar að vera á meginlandinu. Við höfum ekki verið álitin vera nógu sterkur kostur. Það hefur allt með tengingarnar að gera,“ segir Ægir Már. Hins vegar hafi Ísland þótt vera góður kostur fyrir gagnaver sem krefjist ekki mikils upplýsingaflæðis. Dæmi um þetta geti verið bílaframleiðendur. Þeir safni miklu af upplýsingum sem koma úr nútímabílum og vilji greina þau gögn. Þetta sé mjög stór grein sem ekki krefjist stöðugs gagnaflutnings heldur frekar mikillar reiknigetu. Ægir Már segir samkeppnina við þá sem reka gagnaver erlendis vera mjög mikla og það verði að hafa það í huga. Menn verði að vera á tánum til þess að vera samkeppnishæfir. „Ekki ganga út frá því sem vísu að hér sé allt best og flottast þó að raforkan sé á hagstæðu verði,“ segir hann. Hann segir að víða erlendis, í Skandínavíu og Norður-Evrópu, beiti ríki skattaívilnunum til að laða að fjárfesta. Hann segist ekki endilega vera að kalla eftir slíku hér á landi. Þó verði öll aðföng, á borð við raforku, að vera á samkeppnishæfu verði. Advania er núna í eigu sænskra fjárfesta sem hafa það að markmiði að bjóða fyrirtækið út og skrá það í kjölfarið á markað. Ægir Már segist þó ekkert vita um tímasetningar fyrirhugaðs útboðs. Það sé ákvörðun eigendanna. „En maður þarf að velta fyrir sér hvaða þýðingu þetta hefur fyrir starfsfólkið. Og í rauninni breytir þetta ekkert rosalega miklu fyrir hinn venjulega starfmann. Við höfum sagt það að félagið á að vera skráningarhæft. Þannig að þegar kallið kemur þá þurfi ekki mikið til þess að verða við því. Okkar verkefni hérna er að reka gott fyrirtæki og við erum lítið að velta þessu fyrir okkur.“Lærði sálfræði við HÍLeið Ægis Más í forstjórastólinn hjá Advania er ólík margra annarra sem veljast til forystu í stórfyrirtækjum. Hann kláraði ekki viðskiptafræði eða hagfræði heldur lauk hann sálfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998 og vatt sér svo í framhaldsnám, sem hann kláraði nokkrum árum seinna. „Ástæðan fyrir því að ég fór í það nám var fyrst og fremst sú að mér finnst fræðin skemmtileg. Mér finnst þetta snerta á öllum mögulegum sviðum manneskjunnar. Snerta á því hvernig við virkum í hóp, hvernig við virkum sem einstaklingar og hvernig við virkum sem lífverur,“ segir Ægir Már. Hann bætir því við að áhugasvið hans séu mjög fjölbreytt og honum hafi fundist þetta allt saman mjög spennandi og áhugavert, en hafði mikinn áhuga á vinnusálfræði. Hann var í fyrsta hópnum sem fór í gegnum kandídatsnámið í Háskóla Íslands og lagði áherslu á vinnusálfræði að því marki sem hægt var. „Eftir útskrift úr mastersnámi hóf ég störf hjá fyrirtæki sem hét þá IMG (en heitir í dag Capacent) og var þar sem ráðgjafi. Sú ráðgjöf snerist að miklu leyti um mannauðsmálefni. Það var þar sem ég fann mína syllu og vann þar í nokkur ár. Svo kom að því að það fyrirtæki stækkaði og það þurfti alveg sérstakan fókus á mannauðsmálin og ég tók við því hlutverki og svo í rauninni endaði ég á því að stýra ráðgjafareiningunni. Varð framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs,“ segir hann. Ægi Má bauðst svo tækifæri til þess að taka við mannauðsmálunum hjá Skýrr og ákvað að grípa tækifærið. „Mér fannst það verkefni gríðarlega spennandi. Sérstaklega fyrir þær sakir hvað mikið átti eftir að gerast. Þetta er fyrirtæki sem keyrir sig nær eingöngu á fólki og það að koma inn í mannauðsmál hjá slíku fyrirtæki er alveg ótrúlega spennandi,“ segir hannHeldurðu að þú leggir meiri áherslu á starfsmannamál í þessu fyrirtæki en gerist og gengur, maður með þína menntun?„Já, það er erfitt að hlaupa frá upprunanum, ég myndi halda það. Ég held að þau fyrirtæki sem ætla sér að ná árangri í þessum bransa nái því ekki öðruvísi en að vera með mikla og skynsamlega áherslu á fólk,“ segir Ægir Már og bætir því við að starfsemi fyrirtækisins byggi fyrst og fremst á hugviti. „Það var mitt markmið sem mannauðsstjóri að búa til framúrskarandi vinnustað og vægi þess hefur síst minnkað.“ Ægir Már vekur athygli á því að í byrjun ársins hafi fyrirtækið tekið inn í hús starfsfólk Tölvumiðlunar. „Það er í raun og veru nýskeð og út frá mínu sjónarhorni hefur það verið mjög skemmtilegt ferli og gengið gríðarlega vel. Við erum komin með þrjátíu starfsmenn sem hafa sérhæft sig í því að smíða og þróa mannauðslausn sem hentar íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Það að taka þetta inn þannig að það gangi allt vel fyrir sig er verkefni í sjálfu sér,“ segir hann. Þetta hafi krafist góðs undirbúnings og verkefnið hafi gengið vel. Hann segir að það hafi verið mun einfaldara ferli að samþætta rekstur Thor Data Center við fyrirtækið því starfsemin sé eðlisólík.
Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira