Matargleði Evu: Dýrindis vatnsdeigsbollur - uppskrift Tinni Sveinsson skrifar 7. febrúar 2016 10:38 Nú er bolludagurinn handan við hornið og af því tilefni var sérstakt bolluþema í síðasta þætti Evu Laufeyjar, Matargleði, sem sýndur var á Stöð 2. Uppskriftirnar eru að finna hér fyrir neðan. Vatnsdeigsbollur 10 - 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur) 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Nutella - og bananarjómi 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: 1. Þeytið rjóma. 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðberjafyllingin er skemmtileg viðbót. Jarðarberjafylling 1 askja jarðarber (10 - 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif. Bolludagur Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Nú er bolludagurinn handan við hornið og af því tilefni var sérstakt bolluþema í síðasta þætti Evu Laufeyjar, Matargleði, sem sýndur var á Stöð 2. Uppskriftirnar eru að finna hér fyrir neðan. Vatnsdeigsbollur 10 - 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: 1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur) 2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. 3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. 4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. 5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. 6. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Nutella - og bananarjómi 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: 1. Þeytið rjóma. 2. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. 3. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðberjafyllingin er skemmtileg viðbót. Jarðarberjafylling 1 askja jarðarber (10 - 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: 1. Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. 2. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. 3. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.
Bolludagur Eftirréttir Eva Laufey Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira