Barcelona komst upp fyrir Manchester United á peningalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 17:30 Lionel Messi. Vísir/EPA Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3) Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira
Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3)
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira