Mikil uppstokkun hjá Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2016 11:15 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. Vísir/EPA Margar fregnir af því að nokkrir af yfirmönnum Twitter hefðu yfirgefið fyrirtækið og jafnvel verið reknir bárust um helgina. Forstjóri fyrirtækisins hefur nú staðfest að fjórir af hæst settu starfsmönnum fyrirtækisins hafi farið. Hins vegar sagði Jack Dorsey að enginn þeirra hafði verið rekinn. Auk þess er talið að stokkað verði upp í stjórn fyrirtækisins. Fjárfestar Twitter hafa beitt miklum þrýstingi undanfarið á að samfélagsmiðillinn taki breytingum og skili hagnaði. Fyrsti miðillinn til að vekja athygli á brottförunum um helgina var tæknimiðillinn re/Code. Jack Dorsey tísti svo um málið í nótt. Hann sagðist hafa vonast til þess að geta rætt þetta við starfsmenn Twitter, en hann þyrfti að tjá sig vegna fréttanna.Was really hoping to talk to Twitter employees about this later this week, but want to set the record straight now: pic.twitter.com/PcpRyTzOlW— Jack (@jack) January 25, 2016 Samkvæmt Wall Street Journal munu tveir aðilar bætast við stjórn Twitter í þessari viku. Þeir eru hins vegar taldir vera tveir af mörgum, því Jack Dorsey setti það sem skilyrði þegar hann var ráðinn aftur til fyrirtækisins að allri stjórninni yrði skipt út. Dorsey sagði að yfirmennirnir fjórir hefðu allir kosið að yfirgefa Twitter, en þau voru öll ráðin af fyrrverandi forstjóra Twitter, Dick Costolo. Fyrirtækið var í miklum vandræðum þegar Dorsey tók við í október, eftir miklar mannabreytingar, stefnubreytingar og sí lækkandi hlutabréfaverð. Það fyrsta sem Dorsey gerði var að reka fjölda fólks.Twitter hefur mistekist að breyta samfélagsmiðli sínum til að laða að fleiri notendur. Ljóst er að það er eitt af markmiðum Dorsey. Að gera Twitter auðveldara í notkun. Nú þegar er búið að skipta favorate-stjörnunni út fyrir like-hjarta og er unnið að því að hækka hámarkslengd tísta úr 140 stöfum í tíu þúsund. Í dag eru virkir notendur Twitter um 320 milljónir. Fjölgun þeirra hefur gengið hægar en fjárfestar hafa vonast til og tekjuöflun fyrirtækisins hefur einnig ekki staðist væntingar. Tengdar fréttir Hlutabréf Twitter hríðfalla á ný Afkoma Twitter á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum. 28. október 2015 10:27 Twitter skoðar að bjóða upp á lengri en 140 stafabila tíst Samskiptamiðilinn íhugar að bjóða upp á lengri tíst en hingað til hefur verið heimilt. 2. október 2015 10:26 Instagram mun vinsælla en Twitter Instagram er með yfir 400 milljón virka notendur. 23. september 2015 16:32 Twitter-sjúkir sakna Twitter sem liggur niðri Notendur Twitter hafa ekki getað komist inn á samfélagsmiðilinn í morgun og mun tæknilegum örðugleikum vera um að kenna. Vandamálið nær ekki aðeins til Íslands heldur liggur vefurinn niðri um heim allan. 19. janúar 2016 10:05 Nýr stjórnarformaður Twitter hefur tíst tólf sinnum Nýr stjórnarformaður Twitter var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlinum fyrir ráðningu sína. 14. október 2015 16:45 Breytinga að vænta hjá Twitter Fyrirtækið er sagt vinna að því að fjölga lengd færslna úr 140 stöfum í tíu þúsund. 5. janúar 2016 22:57 Nýr forstjóri hjá Twitter Einn meðstofnenda Twitter er nýr forstjóri fyrirtækisins. 5. október 2015 12:58 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Margar fregnir af því að nokkrir af yfirmönnum Twitter hefðu yfirgefið fyrirtækið og jafnvel verið reknir bárust um helgina. Forstjóri fyrirtækisins hefur nú staðfest að fjórir af hæst settu starfsmönnum fyrirtækisins hafi farið. Hins vegar sagði Jack Dorsey að enginn þeirra hafði verið rekinn. Auk þess er talið að stokkað verði upp í stjórn fyrirtækisins. Fjárfestar Twitter hafa beitt miklum þrýstingi undanfarið á að samfélagsmiðillinn taki breytingum og skili hagnaði. Fyrsti miðillinn til að vekja athygli á brottförunum um helgina var tæknimiðillinn re/Code. Jack Dorsey tísti svo um málið í nótt. Hann sagðist hafa vonast til þess að geta rætt þetta við starfsmenn Twitter, en hann þyrfti að tjá sig vegna fréttanna.Was really hoping to talk to Twitter employees about this later this week, but want to set the record straight now: pic.twitter.com/PcpRyTzOlW— Jack (@jack) January 25, 2016 Samkvæmt Wall Street Journal munu tveir aðilar bætast við stjórn Twitter í þessari viku. Þeir eru hins vegar taldir vera tveir af mörgum, því Jack Dorsey setti það sem skilyrði þegar hann var ráðinn aftur til fyrirtækisins að allri stjórninni yrði skipt út. Dorsey sagði að yfirmennirnir fjórir hefðu allir kosið að yfirgefa Twitter, en þau voru öll ráðin af fyrrverandi forstjóra Twitter, Dick Costolo. Fyrirtækið var í miklum vandræðum þegar Dorsey tók við í október, eftir miklar mannabreytingar, stefnubreytingar og sí lækkandi hlutabréfaverð. Það fyrsta sem Dorsey gerði var að reka fjölda fólks.Twitter hefur mistekist að breyta samfélagsmiðli sínum til að laða að fleiri notendur. Ljóst er að það er eitt af markmiðum Dorsey. Að gera Twitter auðveldara í notkun. Nú þegar er búið að skipta favorate-stjörnunni út fyrir like-hjarta og er unnið að því að hækka hámarkslengd tísta úr 140 stöfum í tíu þúsund. Í dag eru virkir notendur Twitter um 320 milljónir. Fjölgun þeirra hefur gengið hægar en fjárfestar hafa vonast til og tekjuöflun fyrirtækisins hefur einnig ekki staðist væntingar.
Tengdar fréttir Hlutabréf Twitter hríðfalla á ný Afkoma Twitter á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum. 28. október 2015 10:27 Twitter skoðar að bjóða upp á lengri en 140 stafabila tíst Samskiptamiðilinn íhugar að bjóða upp á lengri tíst en hingað til hefur verið heimilt. 2. október 2015 10:26 Instagram mun vinsælla en Twitter Instagram er með yfir 400 milljón virka notendur. 23. september 2015 16:32 Twitter-sjúkir sakna Twitter sem liggur niðri Notendur Twitter hafa ekki getað komist inn á samfélagsmiðilinn í morgun og mun tæknilegum örðugleikum vera um að kenna. Vandamálið nær ekki aðeins til Íslands heldur liggur vefurinn niðri um heim allan. 19. janúar 2016 10:05 Nýr stjórnarformaður Twitter hefur tíst tólf sinnum Nýr stjórnarformaður Twitter var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlinum fyrir ráðningu sína. 14. október 2015 16:45 Breytinga að vænta hjá Twitter Fyrirtækið er sagt vinna að því að fjölga lengd færslna úr 140 stöfum í tíu þúsund. 5. janúar 2016 22:57 Nýr forstjóri hjá Twitter Einn meðstofnenda Twitter er nýr forstjóri fyrirtækisins. 5. október 2015 12:58 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréf Twitter hríðfalla á ný Afkoma Twitter á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum. 28. október 2015 10:27
Twitter skoðar að bjóða upp á lengri en 140 stafabila tíst Samskiptamiðilinn íhugar að bjóða upp á lengri tíst en hingað til hefur verið heimilt. 2. október 2015 10:26
Instagram mun vinsælla en Twitter Instagram er með yfir 400 milljón virka notendur. 23. september 2015 16:32
Twitter-sjúkir sakna Twitter sem liggur niðri Notendur Twitter hafa ekki getað komist inn á samfélagsmiðilinn í morgun og mun tæknilegum örðugleikum vera um að kenna. Vandamálið nær ekki aðeins til Íslands heldur liggur vefurinn niðri um heim allan. 19. janúar 2016 10:05
Nýr stjórnarformaður Twitter hefur tíst tólf sinnum Nýr stjórnarformaður Twitter var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlinum fyrir ráðningu sína. 14. október 2015 16:45
Breytinga að vænta hjá Twitter Fyrirtækið er sagt vinna að því að fjölga lengd færslna úr 140 stöfum í tíu þúsund. 5. janúar 2016 22:57
Nýr forstjóri hjá Twitter Einn meðstofnenda Twitter er nýr forstjóri fyrirtækisins. 5. október 2015 12:58