Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2016 23:00 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Kristins í upphafi leiksins. Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira