Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 16:49 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00
Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58