Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2016 16:49 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Í beinni: FH - Afturelding | Toppslagur í Kaplakrika Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. Íslenska liðið tapaði með tveimur mörkum eftir ágætan leik í gær en vann sannfærandi sigur í seinni leiknum í dag. „Það er búin að vera góð vinna í gangi og menn einbeittir. Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með. Það hefur bætt vinnu okkar smátt og smátt," sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt ennþá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar," sagði Aron. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins en á miðvikudaginn var þegar liðið tapaði á móti Portúgal í Kaplakrika. „Það voru nokkur atriði sem spiluðu inn þar. Við eigum náttúrulega alltaf að vinna Portúgal á heimavelli en það var sterkt að vinna þá daginn eftir þrátt fyrir að hafa gert einhverjar átta til níu breytingar. Það var mjög gott upp á framhaldið," sagði Aron. „Nú erum við til viðbótar búnir að fá tvo leiki í Þýskalandi og það hefur verið góður stígandi í okkar leik," sagði Aron. „Það sem var gott við þennan seinni leik var að við vorum að spila lengur inn í leikkerfunum, vorum að ná fleiri sendingum, að ná að halda pressunni betur og fá betri færi. Það gekk betur í dag," sagði Aron. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var mjög sterkur þegar við náðum að spila sex á móti sex. Við vorum aðallega í vandræðum með seinni bylgjuna þeirra. Þegar við vorum með margar mismundandi uppstillingar i seinni hálfleiknum þá fór aðeins að losna um þetta. Þeir fóru þá að skora meira á okkar uppstilltu vörn," sagði Aron en það verður viðtal við hann í Fréttablaðinu á morgun. Aron á enn eftir að skera hópinn niður um einn mann en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun eða þriðjudaginn hver dettur út.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Í beinni: FH - Afturelding | Toppslagur í Kaplakrika Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00
Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58