Skuldir Kínverja fjórfaldast frá 2007 ingvar haraldsson skrifar 13. janúar 2016 00:01 Hlutabréfaverð í Kína hefur fallið um tugi prósenta á nokkrum mánuðum. Gengisfellingar geti skapað vanda þar sem skuldir margra fyrirtæk vísir/afp Kínverskum hlutabréfamörkuðum var lokað tvívegis í síðustu viku eftir skarpt verðfall. Verðfallið hefur haldið áfram í þessari viku og hafa hlutabréf í Kauphöllinni í Sjanghæ fallið um 14,6 prósent á fyrstu tólf dögum ársins og um 41 prósent frá síðasta sumri. Hvað er að gerast í þessu fjölmennasta ríki heimsins?Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir hættuna á fjármálakreppu í Kína hafa aukist.Vísir/GVA „Það sem hefur verið að gerast núna í vikunni er það að fjármálamarkaðurinn í Kína og verð á hlutabréfum endurspegla væntan framtíðarhagvöxt og þegar það hægist á hagvexti þá gerir þú ráð fyrir því að það verði minni hagnaður hjá fyrirtækjum sem þýðir það að verð á hlutabréfum fellur mjög hratt. Það er undirliggjandi ástæða fyrir þessu verðfalli á hlutabréfamarkaðnum í Kína,“ segir segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economcis. „Kínverska hagkerfið hefur vaxið mjög hratt, allt að níu prósent á ári í mörg mörg ár og þeirra hagkerfi er aðlagað að því að vaxa svona hratt. Þú getur ekki vaxið endalaust með níu prósent hagvöxt,“ segir Jón. Hægst hefur á hagvextinum en hann var 6,9 prósent á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs samkvæmt opinberum tölum í Kína. Þá bendir Jón á að kínversku hagtölunum sé ekki endilega fyllilega treystandi. „Það er almennt talið að yfirvöld stýri þeim miklu meira en á Vesturlöndum.“Vantrú á kínverskum stjórnvöldum„Hitt kemur svo ofan á það að kínversk stjórnvöld, öðru vísi en yfirvöld almennt á Vesturlöndum, hafa talið að þau gætu spyrnt á móti kröftum markaðarins. Yfirvöld hafa reynt að handstýra upp að ákveðnu marki verðlagi á markaðnum en gengið mjög illa að gera það.“ Kínverjar afnámu á fimmtudaginn reglu sem tók gildi um áramótin og kvað á um að hlutabréfamörkuðum yrði lokað félli verð um sjö prósent á einum degi. Fyrr um daginn hafði Kauphöllinni í Sjanghæ verið lokað innan við hálftíma eftir opnun hennar.Hlutabréf í Kína hafa lækkað mikið frá síðasta sumri.„Á Vesturlöndum vita menn að það þýðir ekkert fyrir yfirvöld að gera þetta en í Kína hafa þeir reynt það og ekki með góðum árangri, segir Jón. Þetta veki einnig spurningar um hæfni stjórnvalda til að eiga við fjármálakreppu. „Við höfum aldrei séð fjármálakrísu í Kína en við höfum séð þær oft og mörgum sinnum á Vesturlöndum, Þannig að það er miklu meiri reynsla hérna.“ „Það sem er líka að gerast er að verð er að falla og yfirvöld eru að reyna að koma í veg fyrir að verð falli of mikið en með því að gera það senda þau skilaboð um að þau séu ekki endilega með tök á málinu þannig að verð fellur enn þá meira. Þegar allt kemur saman veldur þetta miklu meiri vantrú á kínverska hagkerfinu og kínverskum fjármálamarkaði en fólk hafði fyrir kannski einu ári,“ bendir hagfræðingurinn á.Hætta á fjármálakreppu aukistJón bendir á að skuldir Kínverja hafi aukist hratt sem auki hættuna á fjármálakreppu í Kína. „Hagvöxtur í Kína hefur verið að byggjast meira og meira á skuldsetningu eftir því sem fram líða stundir og allur hagvöxtur sem er byggður á skuldsetningu eins og við Íslendingar þekkjum mjög vel frá okkar eigin hruni er mjög viðkvæmur fyrir því þegar hlutirnir fara að snúast á ranga vegu. Þannig að vegna þess hve kínverska hagkerfið er skuldsett þá er það miklu viðkvæmara fyrir áföllum.“ Heildarskuldir kínverska hagkerfisins fjórfölduðust á árunum 2007 til 2014, samkvæmt skýrslu McKinsey sem kom út í febrúar árið 2015. Skuldirnar námu jafnvirði 7.200 milljarða Bandaríkjadala árið 2007 en námu 28.200 milljörðum Bandaríkjadala um mitt árið 2014. Þá höfðu skuldirnar aukist sem hlutfall af landsframleiðslu úr 157 prósentum í 282 prósent.Tómar og hálfkláraðar byggingar í Tianjin. Svæðið átti að verða kínverskt Manhattan en er nú lýst sem draugaborg. Hætta er á að milljarðar sem lagðir voru í verkefnið tapist. fréttablaðið/afpNý 2008-kreppa ekki í kortunum Fjárfestirinn George Soros sagði í síðustu viku að annað hrun sambærilegt því sem varð árið 2008 gæti verið fram undan. Jón segir það ekki standast. „Ástæðan fyrir því að það er rangt er að bankakerfið í heiminum er miklu stöndugra en það var árið 2008. Eigið fé banka hefur tvöfaldast ef ekki meira. Bankar eru með mjög mikið lausafé sem liggur bara á reikningum í seðlabönkum. Þannig að bankarnir eru miklu betur staddir til þess að mæta áhlaupi en þeir voru árið 2008. Af því að bankarnir eru í svo góðri stöðu, almennt talið, á Vesturlöndum þá er mjög ólíklegt að við fáum sama ástand og 2008.“Hefur áhrif um allan heim Jón segir að búast megi við að hægari umsvif í kínverska hagkerfinu valdi minni hagvexti á Vesturlöndum. „Af því Kína er svo stórt og mikilvægt land þá hefur það svo mikil áhrif á framboð og eftirspurn í öðrum löndum.“ Þá sé mikið af skuldum Kínverja fengið að láni frá Evrópu og Bandaríkjunum. „Ef fjármálakreppa verður í Kína og fyrirtæki þar fara að verða gjaldþrota og geta ekki mætt skuldbindingum sínum hefur það bein áhrif á marga fjárfesta á Vesturlöndum.“Júanið hefur lækkað um sex prósent gagnvart Bandaríkjadal frá því síðasta sumri. Jón segir ótta við að ríki fari að fella gengi á víxl sem skapi margþættan vanda.Óttast gengisfellingar á víxl „Næstu misseri er meiri óvissa heldur en hefur verið lengi út af því að við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta mun spilast í Kína og það sem menn vita ekki heldur er hvernig önnur lönd muni bregðast við þegar kínverski gjaldmiðilinn tekur að falla,“ segir Jón. Kínverska júanið hefur fallið um sex prósent gagnvart Bandaríkjadal frá því í ágúst. „Það sem menn eru hræddir við, er að þá muni önnur lönd líka leitast við að veikja gengi sitt til að halda í samkeppnishæfni sína. Lönd eins og Suður-Kórea, Malasía, Taívan. Þá fer þetta að hafa áhrif mjög víða í heiminum ef löndin fara að beita því að handstýra gengi niður á við.“ Þá skuldi mörg fyrirtæki háar upphæðir í erlendum gjaldeyri, aðallega í Bandaríkjadölum. „Ef þau lækka gengið á sínum eigin gjaldmiðli á meðan skuldir eru í dollurum þá býr það til vandamál í fyrirtækjageiranum hjá þeim.“ Lars Christensen hagfræðingur segir í pistli sínum í Markaðnum að búast megi við að kínverska júanið, sem hann kallar renminbi, muni halda áfram að veikjast. Kínverski seðlabankinn hafi gefið til kynna að hann muni leyfa júaninu að veikjast smám saman. „En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna.“ Útflæði gjaldeyris hafi aukist hratt sem setji þrýsting á enn frekari gengislækkun. Seðlabankinn hafi neyðst til að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. „Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni.“ Lars segir óhjákvæmilegt að júanið falli frekar, eina spurningin sé hvort það verði skipulega eða ekki. Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kínverskum hlutabréfamörkuðum var lokað tvívegis í síðustu viku eftir skarpt verðfall. Verðfallið hefur haldið áfram í þessari viku og hafa hlutabréf í Kauphöllinni í Sjanghæ fallið um 14,6 prósent á fyrstu tólf dögum ársins og um 41 prósent frá síðasta sumri. Hvað er að gerast í þessu fjölmennasta ríki heimsins?Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir hættuna á fjármálakreppu í Kína hafa aukist.Vísir/GVA „Það sem hefur verið að gerast núna í vikunni er það að fjármálamarkaðurinn í Kína og verð á hlutabréfum endurspegla væntan framtíðarhagvöxt og þegar það hægist á hagvexti þá gerir þú ráð fyrir því að það verði minni hagnaður hjá fyrirtækjum sem þýðir það að verð á hlutabréfum fellur mjög hratt. Það er undirliggjandi ástæða fyrir þessu verðfalli á hlutabréfamarkaðnum í Kína,“ segir segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economcis. „Kínverska hagkerfið hefur vaxið mjög hratt, allt að níu prósent á ári í mörg mörg ár og þeirra hagkerfi er aðlagað að því að vaxa svona hratt. Þú getur ekki vaxið endalaust með níu prósent hagvöxt,“ segir Jón. Hægst hefur á hagvextinum en hann var 6,9 prósent á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs samkvæmt opinberum tölum í Kína. Þá bendir Jón á að kínversku hagtölunum sé ekki endilega fyllilega treystandi. „Það er almennt talið að yfirvöld stýri þeim miklu meira en á Vesturlöndum.“Vantrú á kínverskum stjórnvöldum„Hitt kemur svo ofan á það að kínversk stjórnvöld, öðru vísi en yfirvöld almennt á Vesturlöndum, hafa talið að þau gætu spyrnt á móti kröftum markaðarins. Yfirvöld hafa reynt að handstýra upp að ákveðnu marki verðlagi á markaðnum en gengið mjög illa að gera það.“ Kínverjar afnámu á fimmtudaginn reglu sem tók gildi um áramótin og kvað á um að hlutabréfamörkuðum yrði lokað félli verð um sjö prósent á einum degi. Fyrr um daginn hafði Kauphöllinni í Sjanghæ verið lokað innan við hálftíma eftir opnun hennar.Hlutabréf í Kína hafa lækkað mikið frá síðasta sumri.„Á Vesturlöndum vita menn að það þýðir ekkert fyrir yfirvöld að gera þetta en í Kína hafa þeir reynt það og ekki með góðum árangri, segir Jón. Þetta veki einnig spurningar um hæfni stjórnvalda til að eiga við fjármálakreppu. „Við höfum aldrei séð fjármálakrísu í Kína en við höfum séð þær oft og mörgum sinnum á Vesturlöndum, Þannig að það er miklu meiri reynsla hérna.“ „Það sem er líka að gerast er að verð er að falla og yfirvöld eru að reyna að koma í veg fyrir að verð falli of mikið en með því að gera það senda þau skilaboð um að þau séu ekki endilega með tök á málinu þannig að verð fellur enn þá meira. Þegar allt kemur saman veldur þetta miklu meiri vantrú á kínverska hagkerfinu og kínverskum fjármálamarkaði en fólk hafði fyrir kannski einu ári,“ bendir hagfræðingurinn á.Hætta á fjármálakreppu aukistJón bendir á að skuldir Kínverja hafi aukist hratt sem auki hættuna á fjármálakreppu í Kína. „Hagvöxtur í Kína hefur verið að byggjast meira og meira á skuldsetningu eftir því sem fram líða stundir og allur hagvöxtur sem er byggður á skuldsetningu eins og við Íslendingar þekkjum mjög vel frá okkar eigin hruni er mjög viðkvæmur fyrir því þegar hlutirnir fara að snúast á ranga vegu. Þannig að vegna þess hve kínverska hagkerfið er skuldsett þá er það miklu viðkvæmara fyrir áföllum.“ Heildarskuldir kínverska hagkerfisins fjórfölduðust á árunum 2007 til 2014, samkvæmt skýrslu McKinsey sem kom út í febrúar árið 2015. Skuldirnar námu jafnvirði 7.200 milljarða Bandaríkjadala árið 2007 en námu 28.200 milljörðum Bandaríkjadala um mitt árið 2014. Þá höfðu skuldirnar aukist sem hlutfall af landsframleiðslu úr 157 prósentum í 282 prósent.Tómar og hálfkláraðar byggingar í Tianjin. Svæðið átti að verða kínverskt Manhattan en er nú lýst sem draugaborg. Hætta er á að milljarðar sem lagðir voru í verkefnið tapist. fréttablaðið/afpNý 2008-kreppa ekki í kortunum Fjárfestirinn George Soros sagði í síðustu viku að annað hrun sambærilegt því sem varð árið 2008 gæti verið fram undan. Jón segir það ekki standast. „Ástæðan fyrir því að það er rangt er að bankakerfið í heiminum er miklu stöndugra en það var árið 2008. Eigið fé banka hefur tvöfaldast ef ekki meira. Bankar eru með mjög mikið lausafé sem liggur bara á reikningum í seðlabönkum. Þannig að bankarnir eru miklu betur staddir til þess að mæta áhlaupi en þeir voru árið 2008. Af því að bankarnir eru í svo góðri stöðu, almennt talið, á Vesturlöndum þá er mjög ólíklegt að við fáum sama ástand og 2008.“Hefur áhrif um allan heim Jón segir að búast megi við að hægari umsvif í kínverska hagkerfinu valdi minni hagvexti á Vesturlöndum. „Af því Kína er svo stórt og mikilvægt land þá hefur það svo mikil áhrif á framboð og eftirspurn í öðrum löndum.“ Þá sé mikið af skuldum Kínverja fengið að láni frá Evrópu og Bandaríkjunum. „Ef fjármálakreppa verður í Kína og fyrirtæki þar fara að verða gjaldþrota og geta ekki mætt skuldbindingum sínum hefur það bein áhrif á marga fjárfesta á Vesturlöndum.“Júanið hefur lækkað um sex prósent gagnvart Bandaríkjadal frá því síðasta sumri. Jón segir ótta við að ríki fari að fella gengi á víxl sem skapi margþættan vanda.Óttast gengisfellingar á víxl „Næstu misseri er meiri óvissa heldur en hefur verið lengi út af því að við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta mun spilast í Kína og það sem menn vita ekki heldur er hvernig önnur lönd muni bregðast við þegar kínverski gjaldmiðilinn tekur að falla,“ segir Jón. Kínverska júanið hefur fallið um sex prósent gagnvart Bandaríkjadal frá því í ágúst. „Það sem menn eru hræddir við, er að þá muni önnur lönd líka leitast við að veikja gengi sitt til að halda í samkeppnishæfni sína. Lönd eins og Suður-Kórea, Malasía, Taívan. Þá fer þetta að hafa áhrif mjög víða í heiminum ef löndin fara að beita því að handstýra gengi niður á við.“ Þá skuldi mörg fyrirtæki háar upphæðir í erlendum gjaldeyri, aðallega í Bandaríkjadölum. „Ef þau lækka gengið á sínum eigin gjaldmiðli á meðan skuldir eru í dollurum þá býr það til vandamál í fyrirtækjageiranum hjá þeim.“ Lars Christensen hagfræðingur segir í pistli sínum í Markaðnum að búast megi við að kínverska júanið, sem hann kallar renminbi, muni halda áfram að veikjast. Kínverski seðlabankinn hafi gefið til kynna að hann muni leyfa júaninu að veikjast smám saman. „En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna.“ Útflæði gjaldeyris hafi aukist hratt sem setji þrýsting á enn frekari gengislækkun. Seðlabankinn hafi neyðst til að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. „Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni.“ Lars segir óhjákvæmilegt að júanið falli frekar, eina spurningin sé hvort það verði skipulega eða ekki.
Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira