Bíó og sjónvarp

Alan Rickman látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alan Rickman varð 69 ára gamall.
Alan Rickman varð 69 ára gamall. Vísir/AFP
Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, er látinn.

Í frétt Guardian segir að hann hafi látist úr krabbameini, 69 ára að aldri.

Rickman hafði gert garðinn frægan sem sviðsleikari í London, en sló í gegn árið 1988 þegar hann fór með hlutverk illmennisins Hans Gruber í myndinni Die Hard, þá 41 árs gamall. Var honum boðið hlutverkið tveimur dögum áður en tökur hófust í Los Angeles.

Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar.

Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum.

Rickman greindi frá því á síðasta ári að hann hafi gengið að eiga Rimu Horton í New York árið 2012 en þau höfðu verið í sambandi frá árinu 1977.

Fjölmargir hafa minnst Rickman og má sjá Twitter-færslur nokkurra þeirra að neðan, auk þess að sjá má valin myndskeið úr kvikmyndum sem Rickman lék í.

Listamenn og fleiri hafa minnst Rickman á Twitter.

Potter fans worldwide mourn the loss of Alan Rickman, a brilliant actor who made Professor Snape so very memorable....

Posted by George Takei on Thursday, 14 January 2016

Another hero gone.http://bbc.in/1RGJ6n9

Posted by BBC News on Thursday, 14 January 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.