Grátandi ferðafólki bjargað af skálavörðum á hálendinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2015 08:45 Snjómagnið í Hrafntinnuskeri er svipað núna og á þessari mynd sem tekin er að vetri. Snjórinn er hins vegar farinn að bráðna. MYND/GUÐMUNDUR JÓNSSON Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira