Hilmar Árni komið að 91 prósent marka nýliðanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2015 07:00 HIlmar Árni matar liðsfélaga sína í gríð og erg. vísir/Stefán Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Leiknismenn hafa skorað ellefu mörk í fyrstu níu umferðum Pepsi-deildar karla í sumar og þar með ellefu mörk í efstu deild frá upphafi. Í tíu þeirra hefur 23 ára Breiðhyltingur verið annaðhvort sá sem batt endahnútinn á sóknina eða átti þátt í að búa til færið fyrir félaga sína. Hilmar Árni Halldórsson hefur komið að tíu mörkum Leiknis í Pepsi-deildinni í sumar og auk þess að vera markahæsti leikmaður Leiknisliðsins (ásamt Ólafi Hrannari Kristjánssyni) er hann sá leikmaður deildarinnar sem hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum tímabilsins. Hilmar Árni hefur gefið fimm stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild – einni fleiri en næstu menn sem eru Blikinn Kristinn Jónsson og Skagamaðurinn Jón Vilhelm Ákason. Eina markið sem Hilmar Árni hefur ekki komið að var mark Ólafs Hrannars úti í Eyjum en það mark lagði Amath Diedhiou upp. Auk þriggja marka og fimm stoðsendinga átti Hilmar Árni sendingu sem átti þátt í undirbúningi án þess að vera stoðsending og Hilmar Árni fiskaði einnig aukaspyrnu sem Charley Fomen skoraði beint úr. Hilmar Árni hefur átt þátt í fimm síðustu mörkum Leiknisliðsins í Pepsi-deildinni eða öllum mörkum liðsins í undanförnum fimm leikjum. Hilmar Árni tók fram úr Kristni með því að leggja upp mark fyrir Ólaf Hrannar Kristjánsson í 1-1 jafntefli Leiknis og Fylkis í 9. umferð en þeir voru jafnir fyrir leiki umferðarinnar. Jón Vilhelm Ákason lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri Skagamanna á Keflvíkingum og hefur nú átt stoðsendingu í helmingi marka Skagaliðsins til þessa í sumar. Ólafur Páll Snorrason og Atli Guðnason hafa verið óberandi í efstu sætum þessa lista undanfarin sumur enda hafa þeir skipst á að vinna undanfarin fjögur sumur og eru svo sem ekki langt undan með þrjár stoðsendingar hvor. Ólaf vantar nú aðeins tvær stoðsendingar til að ná Tryggva Guðmundssyni í 2. sætinu yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar síðan að þær voru fyrst teknar saman sumarið 1992.Allt úr hornspyrnum Hilmar Árni Halldórsson hefur gefið allar fimm stoðsendingar sínar beint úr hornspyrnum en bæði Kristinn og Jón Vilhelm hafa gefið allar sínar stoðsendingar í opnum leik. Aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur gefið fleiri en eina stoðsendingu úr hornspyrnu til þess í sumar en það er FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson sem hefur gefið tvær stoðsendingar beint úr horni. Í raun hefur Hilmar Árni gefið helming þeirra stoðsendinga í Pepsi-deildinni sem hafa komið úr hornspyrnum í fyrstu níu umferðunum og það er ljóst á þessu að það er stórhættulegt að fá á sig horn á móti Leikni í Pepsi-deildinni. Það skiptir ekki máli hvort Hilmar Árni tekur hornspyrnuna vinstra megin eða hægra megin því þrjú hornanna voru frá vinstri og tvö frá hægri. Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur skorað tvö þessara marka en hin hafa skorað þeir Kolbeinn Kárason, Halldór Kristinn Halldórsson og Sindri Björnsson. Ólafur Hrannar er kannski ekki sá hæsti í Leiknisliðinu en gullnar hornspyrnur Hilmars Árna hafa fundið hann tvisvar sinnum. Leiknismenn „földu“ Hilmar Árna í 1. deildinni síðustu ár og hefði hann eflaust getað stigið mun fyrr þetta skref. Hann hélt hins vegar trúnaði við sitt félag og er heldur betur mikilvægur í frumraun Leiknisliðsins meðal þeirra bestu.Stoðsendingahæstir í Pepsi-deildinni: Hilmar Árni Halldórsson, Leikni - 5 Kristinn Jónsson, Breiðabliki - 4 Jón Vilhelm Ákason, ÍA - 4 Sören Frederiksen, KR - 3 Jacob Toppel Schoop, KR - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni - 3 Heiðar Ægisson, Stjörnunni - 3 Atli Guðnason, FH3 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki - 3 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val - 3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira