Íslenski boltinn

Erum með nokkra leikmenn í sigtinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil er farinn til FH á ný eftir stutt stopp í Grafarvoginum.
Emil er farinn til FH á ný eftir stutt stopp í Grafarvoginum. vísir/valli
Fjölnir varð fyrir öðru áfallinu á skömmum tíma í gær þegar FH kallaði Emil Pálsson til baka úr láni. Ekki er langt síðan Daniel Ivanovski yfirgaf Fjölni en hann og Emil voru í lykilhlutverkum hjá Grafarvogsliðinu meðan þeirra naut við.

Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að þetta sé ekki óskastaða: „Þetta er smá bakslag en við þurfum bara að halda áfram. Við vorum búnir að undirbúa okkur undir bönn og meiðsli en að missa tvo lykilmenn var ekki í plönunum hjá okkur.“

Ágúst segir að Fjölnir ætli að bæta nýjum leikmönnum í hópinn í félagaskiptaglugganum sem opnar 15. júlí: „Glugginn er handan við hornið og við munum styrkja hópinn. Um mánaðamótin munu koma leikmenn til okkar, þótt þeir geti byrjað að spila fyrr en 17. júlí,“ sagði Ágúst en þá er fyrsti leikur Fjölnis eftir að glugginn opnast.

„Við erum að leita að góðum leikmönnum, bæði hér heima og erlendis. Við erum að skoða einhverja 5-6 leikmenn sem við ætlum hugsanlega að fá til reynslu. Þannig að við erum á fullu að vinna í hlutunum,“ bætti við Ágúst við en hann vill fá nýju mennina til Fjölnis sem fyrst enda tekur það tíma að púsla saman liði.


Tengdar fréttir

FH kallar Emil úr láni

FH, topplið Pepsi-deildar karla, er búið að kalla Emil Pálsson til baka úr láni hjá Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×