Íslenski boltinn

Pablo Punyed missir af tveimur leikjum til viðbótar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/stefán
Pablo Punyed, leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta, var valinn í landsliðshóp El Salvador fyrir Gullbikarinn eins og búist var við, en hann hefur verið fastamaður í hópnum undanfarið.

Hann kemur því til móts við lið El Salvador á næstu dögum, en fyrsti leikur liðsins í Gullbikarnum er gegn Kanada 8. júlí. Komist El Salvador ekki upp úr sínum riðli spilar liðið síðasta leikinn gegn Jamaíku 14. júlí.

Vegna þessa missir Punyed af leik Stjörnunnar gegn Val í Pepsi-deild karla og fyrri leiknum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefði einnig misst af bikarleik í átta liða úrslitunum hefði liðið komist þangað.

Punyed er nú þegar búinn að missa af tveimur leikjum Stjörnunnar í deild og bikar vegna landsliðsverkefna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×