Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:30 Aron Einar Gunnarsson er að spila frábærlega fyrir félagslið og landslið og er nýorðinn pabbi. Fréttablaðið/Valli „Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
„Maður er heldur betur farinn að finna fyrir spenningnum fyrir leiknum og það er bara jákvætt,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið, en hann var vitaskuld mættur á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gærmorgun. Á föstudagskvöldið spila strákarnir okkar risaleik við Tékkland í undankeppni EM 2016, en þar mætast tvö efstu lið riðilsins. Sigur færir okkar menn nær Evrópumótinu í Frakklandi að ári. „Þetta eru ekki bara einhver þrjú stig eins og við höfum fengið að heyra,“ segir hann og hlær. „Við erum samt ekkert að láta það á okkur fá. Við erum einbeittir og í góðu standi. Við höfum unnið fyrir þessari stöðu sjálfir og Tékkar mæta dýrvitlausum Íslendingum á föstudaginn. Það er klárt.“ Aron skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Cardiff í ensku B-deildinni, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2011. „Þetta var alltaf minn hugur. Ég spila mikið þarna og þjálfarinn hefur gífurlega trú á mér,“ segir Aron Einar, en hann spilaði nánast hvern einasta leik á síðustu leiktíð. „Ég fékk tilfinninguna í ár að ég væri virkilega mikilvægur hluti af þessu liði þannig að ef þjálfarinn sem er núna verður í þessu starfi áfram þá er stefnan tekin upp aftur. Maður vill vera hluti af því og svo líður mér vel þarna,“ segir Aron. Hann er búinn að vera á Englandi síðan 2008 þegar hann gekk í raðir Coventry og þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er hann búinn að spila 285 leiki í deild og bikar á Englandi (133 með Coventry og 168 með Cardiff). Hann kveðst ekkert orðinn leiður á Englandi. „England hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég hef ekkert leitað út fyrir það. Það var einn tímapunktur þar sem ég horfði til Þýskalands, en England er bara svolítið ég,“ segir Aron Einar og heldur áfram: „Ég er orðinn vanur því að spila þar. Maður er alltaf að leita að nýjum áskorununum og vonandi kemur ný áskorun í úrvalsdeildinni með Cardiff. Ég er sáttur og líður vel og þá á maður ekkert að vera neitt að færa sig.“ Undanfarið ár hefur verið magnað í lífi Arons. Hann vann sér aftur inn sæti í Cardiff-liðinu og spilar þar alla leiki, fyrirliðinn er að spila sína langbestu leiki fyrir íslenska landsliðið og þá varð hann faðir í fyrsta sinn í síðasta mánuði. „Mér hefur aldrei liðið betur. Ég er að spila vel og mér líður vel inni á vellinum og fyrir utan völlinn. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir hann. En hvernig er föðurhlutverkið að fara með hann? „Það er bara gaman. Það hefur komið sjálfum mér á óvart hversu frábær pabbi ég er,“ segir hann og hlær dátt. „Nei, nei. Þetta er bara virkilega skemmtilegt og gaman að sjá fjölskylduna stækka. Þetta er æðislegt,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira