Íslenskir kvenhöfundar í forgrunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gíslasdóttir ætla að syngja með húshljómsveitinni. vísir/stefán Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna verður fagnað þann 19. júní með hátíðartónleikum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist og leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega tíu prósent af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör og Þórunn Antonía. Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdastjóri er Diljá Ámundadóttir. Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdarstjóri er Diljá Ámundadóttir. Hljómsveitina skipa Þórdís Claessen á trommur, Ingibjörg Elsa á bassa, Elín Ey á kassagítar, Brynhildur Oddsdóttir, á rafmagnsgítar, Margrét Thoroddsen á hljómborð og Chrissie Guðmundsson á fiðlu. Höfundur óþekktur er titill tónleikanna og er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótnablöðum þar sem höfundur er skráður óþekktur. Þjóð- og mannfræðilegar rannsóknir benda til þess að í lang flestum tilfellum sé um konur að ræða en ekki þótti mikilvægt að skrásetja þeirra verk til jafns við karlmenn. Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna verður fagnað þann 19. júní með hátíðartónleikum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist og leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega tíu prósent af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna. Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör og Þórunn Antonía. Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdastjóri er Diljá Ámundadóttir. Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdarstjóri er Diljá Ámundadóttir. Hljómsveitina skipa Þórdís Claessen á trommur, Ingibjörg Elsa á bassa, Elín Ey á kassagítar, Brynhildur Oddsdóttir, á rafmagnsgítar, Margrét Thoroddsen á hljómborð og Chrissie Guðmundsson á fiðlu. Höfundur óþekktur er titill tónleikanna og er tilvísun í fjöldann allan af vísnakverum og nótnablöðum þar sem höfundur er skráður óþekktur. Þjóð- og mannfræðilegar rannsóknir benda til þess að í lang flestum tilfellum sé um konur að ræða en ekki þótti mikilvægt að skrásetja þeirra verk til jafns við karlmenn.
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira