Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 07:01 Ágúst Þór keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You eða Eins og þú. Söngvakeppni sjónvarpsins „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ágúst Þór „Þetta hefur alltaf verið markmið hjá mér. Ég hef alltaf horft á Söngvakeppnina og Eurovision. Það var alltaf órjúfanlegur dagskrá liður heima á Húsavík þegar ég var alast upp og fjölskyldan mín er sjúk í Eurovision. Svo að þetta var alltaf að fara gerast einhvern tíma og nú er bara heldur betur komið að því,“ segir Ágúst um þátttöku sína í keppninni. Hann segist mjög spenntur. „Ég er með frábært teymi með mér í þessu á bak við tjöldin, rosalega dansara með mér á sviðinu og ég er bara mjög spenntur fyrir að koma fram þann 8. febrúar.“ Aðspurður hvort hann ætli sér alla leið svarar hann: „Svakalega ætla ég alla leið maður!“ Ágúst lagði mikinn metnað í tónlistarmyndbandið og er ánægður með afraksturinn. „Hugmyndin á bak við myndbandið er sú að okkur langaði að reyna tengja heimabæinn minn Húsavík við myndbandið og í raun segja frá því hvað er að gerast í lífinu mínu í dag og hvernig ég var þegar ég bjó á Húsavík. Pælingin var að skipta á milli raunveruleikans og draumsins, það að ég sé að keppa í Söngvakeppninni og svo að ég sé heima að ímynda mér að ég væri að keppa. Sem ég svo sannarlega gerði oft þegar ég var yngri, lét mig dreyma um það sem mig langaði að gera í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Hann segir að tökuferlið hafi fengið mjög vel. „Ég fékk æðisleg fyrirtæki með mér í lið fyrir þetta allt saman. Við tókum upp á tveimur stöðum, bæði í Gamla Bíó og svo á Húsavík svo að þetta voru þrír dagar sem einkenndust af miklu tempói og skipulagi sem hún Bríet Ólína leikstjórinn sá alfarið um og hún stóð sig eins og hetja. Þetta voru langir dagar en guð minn almáttugur hvað ég er ánægður með útkomuna. Ágúst Jakobsson og Alexander Elfarsson skutu myndbandið, Ýr Þrastardóttir klippti og svo var ég með helling að geggjuðu fólki í viðbót sem sáu um ljós, hljóð, mat, gistingu og allt sem þarf til að láta ansi stórt verkefni að mínu mati ganga upp. Ég er ólýsanlega ánægður með þetta myndband og ég mæli með því að hækka í botn,“ segir Ágúst Þór að lokum. Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube. Eurovision Tónlist Norðurþing Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Ágúst Þór „Þetta hefur alltaf verið markmið hjá mér. Ég hef alltaf horft á Söngvakeppnina og Eurovision. Það var alltaf órjúfanlegur dagskrá liður heima á Húsavík þegar ég var alast upp og fjölskyldan mín er sjúk í Eurovision. Svo að þetta var alltaf að fara gerast einhvern tíma og nú er bara heldur betur komið að því,“ segir Ágúst um þátttöku sína í keppninni. Hann segist mjög spenntur. „Ég er með frábært teymi með mér í þessu á bak við tjöldin, rosalega dansara með mér á sviðinu og ég er bara mjög spenntur fyrir að koma fram þann 8. febrúar.“ Aðspurður hvort hann ætli sér alla leið svarar hann: „Svakalega ætla ég alla leið maður!“ Ágúst lagði mikinn metnað í tónlistarmyndbandið og er ánægður með afraksturinn. „Hugmyndin á bak við myndbandið er sú að okkur langaði að reyna tengja heimabæinn minn Húsavík við myndbandið og í raun segja frá því hvað er að gerast í lífinu mínu í dag og hvernig ég var þegar ég bjó á Húsavík. Pælingin var að skipta á milli raunveruleikans og draumsins, það að ég sé að keppa í Söngvakeppninni og svo að ég sé heima að ímynda mér að ég væri að keppa. Sem ég svo sannarlega gerði oft þegar ég var yngri, lét mig dreyma um það sem mig langaði að gera í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by ÁGÚST (@agustbrynjarsmusic) Hann segir að tökuferlið hafi fengið mjög vel. „Ég fékk æðisleg fyrirtæki með mér í lið fyrir þetta allt saman. Við tókum upp á tveimur stöðum, bæði í Gamla Bíó og svo á Húsavík svo að þetta voru þrír dagar sem einkenndust af miklu tempói og skipulagi sem hún Bríet Ólína leikstjórinn sá alfarið um og hún stóð sig eins og hetja. Þetta voru langir dagar en guð minn almáttugur hvað ég er ánægður með útkomuna. Ágúst Jakobsson og Alexander Elfarsson skutu myndbandið, Ýr Þrastardóttir klippti og svo var ég með helling að geggjuðu fólki í viðbót sem sáu um ljós, hljóð, mat, gistingu og allt sem þarf til að láta ansi stórt verkefni að mínu mati ganga upp. Ég er ólýsanlega ánægður með þetta myndband og ég mæli með því að hækka í botn,“ segir Ágúst Þór að lokum. Hér má sjá myndbandið á streymisveitunni Youtube.
Eurovision Tónlist Norðurþing Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira