Við Fylkismenn eigum það til að missa okkur aðeins í gleðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2015 07:00 Albert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki. vísir/stefán „Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
„Mörkin hefðu getað verið fleiri. Við fengum fullt af færum og gátum gert út um leikinn í fyrri hálfleik,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla í fótbolta, um 3-1 sigurinn gegn Keflavík í fimmtu umferðinni. Albert fór á kostum í leiknum og skoraði eitt, lagði upp annað og átti stóran þátt í þriðja markinu. Hann er leikmaður fimmtu umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Þetta var ekki að ganga upp í fyrri hálfleik. Markverðirnir eru þarna til að verja og markvörður Keflavíkur varði nokkrum sinnum ansi vel,“ segir Albert. Þrátt fyrir yfirburði Fylkis í fyrri hálfleiknum var staðan markalaus þegar menn gengu til búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda áfram. Það var vitaskuld pirrandi að ná ekki að nýta slíka yfirburði og það kemur líka oft í bakið á liðum. Við vorum bara ákveðnir í að halda takti því þá myndi markið detta,“ segir Albert Brynjar, og mörkin urðu þrjú. „Við erum ánægðir með mörkin og sigurinn en við vitum að við verðum að passa upp að nýta færin betur. Það er ekki alltaf sem þetta heppnast svona.“ Fylkisliðið hefur unnið tvo leiki af síðustu þremur og virðist kominn fínn taktur í leik liðsins eftir fyrstu tvær umferðirnar, sem voru ekkert sérstakar. „Fjölnisleikurinn var okkar slakasti leikur en við erum farnir að spila betur og stígandinn finnst mér góður. Við erum á réttri leið. Í þessari deild snýst þetta um að halda stöðugleika. Ég er orðinn þreyttur á leikjum eins og gegn KR, að tala um að við höfum spilað vel en fá ekkert út úr þeim,“ segir Albert Brynjar. Framherjinn fer vel af stað í deildinni, en Albert hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum og lagt upp önnur tvö. „Ég er hrikalega sáttur með mína frammistöðu persónulega og hjá öllum strákunum. Við erum allir í góðu standi og erum að spila vel þótt við höfum strax þurft að nota breiddina vegna meiðsla. Allir sem detta inn skila sínu og gera það vel,“ segir Albert Brynjar. Hann segir liðið ætla sér Evrópusæti og eins og deildin spilast er vel mögulegt að ná fjórða sætinu, sem gæti gefið Evrópu. „Það hefur stundum tíðkast hjá okkur Fylkismönnum að tapa okkur í gleðinni þannig nú verðum við að sýna þroska og ná smá stöðugleika. En við finnum lyktina af þessu Evrópusæti, eins og fleiri lið, og við ætlum okkur að enda á meðal fjögurra efstu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira