Peningar og blinda ráða för Bubbi Morthens skrifar 16. maí 2015 07:00 Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skiptir ykkur og börn ykkar gríðarlegu máli hvort af þessum hryðjuverkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarnir segja að viðbótarmengun sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perlunni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan mengar ekki neitt, fullyrða þeir í fjölmiðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í andrúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nánast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mótmæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu framleiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrirtækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífsgæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skiptir ykkur og börn ykkar gríðarlegu máli hvort af þessum hryðjuverkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarnir segja að viðbótarmengun sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perlunni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan mengar ekki neitt, fullyrða þeir í fjölmiðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í andrúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nánast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mótmæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu framleiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrirtækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífsgæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar