Menning

Kasakskur fiðluleikari leikur Elvis Presley

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Kasakski fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva hefur komið fram um allan heim.
Kasakski fiðluleikarinn Aisha Orazbayeva hefur komið fram um allan heim.
Annað árið í röð munu Listahátíð í Reykjavík og menningarhúsið Mengi hafa samstarf um tónleika á Listahátíð. Fjóra laugardaga í röð stíga á svið konur í tónlist, ýmist á hátindi ferilsins eða að stíga sín fyrstu skref innan tónlistarheimsins.

Í kvöld kemur fram kasakski fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva. Aisha mun flytja verk eftir Iannis Xenakis, Simon Steen-Andersen, Helmut Lachenmann og Elvis Presley. Myndbandsverk hennar, RMER, verður einnig flutt við spuna einleiksfiðlu.

Aisha hefur komið víða fram sem einleikari, svo sem á tónlistarhátíðunum Aldeburgh, Radio France et Montpellier, Klangspuren og Latitude og auk þess í Wigmore Hall í London, Carnegie Hall í New York og La Maison de Radio France í París. Aisha hefur starfað með tónlistarhópum á borð við London Sinfonietta og Ensemble Modern og er einn forsvarsmanna tónlistarhátíðarinnar London Contemporary Music Festival.

Annað kvöld kemur fram Amaranth-dúóið sem samanstendur af Geirþrúði Ásu fiðluleikara og Christopher Ladd gítarleikara. Geirþrúður Ása kemur reglulega fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar. Hinn margverðlaunaði gítarleikari Christopher Ladd er löngu orðinn þekktur í Bandaríkjunum sem einn efnilegasti tónlistarmaður sinnar kynslóðar.

Christopher hefur hlotið fjölda verðlauna í gítarkeppnum, þar á meðal Appalachian Guitar Festival Solo Competition og American String Teachers Assiociation Competition og var tvisvar í úrslitum í hinni virtu keppni Guitar Foundation of America International Competition. Dúettinn stígur á svið klukkan 21.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.