Hvað getur ljósmóðir gert fyrir þig? Valgerður Lísa Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2015 07:00 Ertu með jákvætt þungunarpróf? Áttu von á barni? Ertu með ógleði, grindarverki, sinadrátt, bakflæði, bjúg, svefntruflanir? Ertu hrædd? Kvíðirðu fyrir fæðingunni? Eru minnkaðar fósturhreyfingar? Ertu með samdrætti? Ertu hrædd um að það sé eitthvað að barninu? Ertu með hríðir? Varstu að missa vatnið? Finnurðu fyrir blendnum tilfinningum gagnvart því að verða móðir/faðir? Ertu nýbúin að eignast barn? Er nýfætt krílið alltaf svangt? Ertu hrædd um að þú mjólkir ekki nóg? Er komið að leghálssýnatöku hjá þér? Vantar þig ráðgjöf vegna getnaðarvarna? Allar spurningarnar hér að ofan og fleiri til eru hluti af daglegu starfi mínu. Ég er nefnilega ljósmóðir! Innan skamms verða liðin 20 ár frá því ég var svo heppin að komast inn í nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þá hafði ég lokið BS-gráðu í hjúkrun og starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár. Þannig hafði ég öðlast fjölþætta reynslu innan heilbrigðisgeirans sem ég taldi að myndi nýtast mér vel í ljósmóðurstarfinu. Það reyndist rétt vera – að öllu öðru leyti en þegar kom að launakjörum. Fyrra nám og reynsla skilaði sér hreint alls ekki í launaumslagið heldur lækkuðu launin mín þegar ég hóf störf sem ljósmóðir. Ótrúlegt en satt! Til að verða ljósmóðir þarf sex ára háskólanám, fyrst fjögur ár í hjúkrunarfræði og svo tvö ár í ljósmóðurfræði. Sérþekking ljósmæðra liggur í að hlúa að eðlilegu barneignarferli, veita fræðslu og upplýsingar og styðja foreldra í foreldrahlutverkinu um leið og þörfum þeirra og barnsins er mætt. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum ljósmóður að greina frávik frá eðlilegu ferli, leita til annarra fagaðila þegar þörf er á og veita áframhaldandi stuðning þó eitthvað komi upp á. Margar ljósmæður hafa einnig lokið framhaldsnámi og í vaxandi mæli hafa ljósmæður sérhæft sig og öðlast sérfræðiviðurkenningu í ýmsum sérgreinum innan ljósmóðurfræðinnar. Má þar nefna fósturgreiningu, fæðingarhjálp, brjóstagjafaráðgjöf, umönnun áhættuhópa eins og mæðra með sykursýki, fíknivanda, flókin sálfélagsleg vandamál, tvíburameðgöngur og svo mætti lengi telja. Því þrátt fyrir að almennt sé litið á meðgöngu og fæðingu sem náttúruleg fyrirbæri þá hefur margt breyst með í áranna rás, t.d. hefur aukist að konur með flókinn heilsufarsvanda eignist börn. Þá hefur vaxandi offita þjóðarinnar leitt til þess að mun fleiri konur teljast til áhættuhópa á meðgöngu og í fæðingu en áður var. Allt þetta kallar á aukna sérþekkingu ljósmæðra og stunda nú allmargar ljósmæður vísindarannsóknir sem ætlað er að skila aukinni þekkingu inn í barneignarþjónustuna.Menntun metin til launa Ljósmæður hafa verið talsvert í umræðu fjölmiðla undanfarið vegna yfirstandandi verkfalls BHM-félaga. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ljósmæður voru í sömu sporum fyrir sjö árum síðan en við samningaborðið á þeim tíma var þeim lofað leiðréttingu á launakjörum. Greinarhöfundur skrifaði grein vegna þessa sem birtist á mbl.is í júlí 2008 þar sem m.a. kom fram að verulegt misræmi var á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Síðan eru liðin sjö ár! Og enn brenna sömu málin á eins og kemur fram í viðtali við formann Ljósmæðrafélags Íslands á visir.is þann 7. maí sl! Ljósmæður eru enn í þeim sporum að heyja harða baráttu fyrir því að menntun þeirra sé metin til launa! Ljósmæður standa vaktina fyrir þig. Gildir þá einu hvort það eru virkir dagar eða stórhátíðir, dagar eða nætur – ljósmóðirin sinnir sínu starfi á heilsugæslustöðvum, fæðingarstofnunum og í heimahúsum á öllum tímum sólarhringsins og alla daga ársins! En hinni löngu vakt kjarabaráttu verður að fara að ljúka – ég vona að ég þurfi ekki að skrifa mikið oftar um misrétti í launakjörum! Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ertu með jákvætt þungunarpróf? Áttu von á barni? Ertu með ógleði, grindarverki, sinadrátt, bakflæði, bjúg, svefntruflanir? Ertu hrædd? Kvíðirðu fyrir fæðingunni? Eru minnkaðar fósturhreyfingar? Ertu með samdrætti? Ertu hrædd um að það sé eitthvað að barninu? Ertu með hríðir? Varstu að missa vatnið? Finnurðu fyrir blendnum tilfinningum gagnvart því að verða móðir/faðir? Ertu nýbúin að eignast barn? Er nýfætt krílið alltaf svangt? Ertu hrædd um að þú mjólkir ekki nóg? Er komið að leghálssýnatöku hjá þér? Vantar þig ráðgjöf vegna getnaðarvarna? Allar spurningarnar hér að ofan og fleiri til eru hluti af daglegu starfi mínu. Ég er nefnilega ljósmóðir! Innan skamms verða liðin 20 ár frá því ég var svo heppin að komast inn í nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þá hafði ég lokið BS-gráðu í hjúkrun og starfað sem hjúkrunarfræðingur í átta ár. Þannig hafði ég öðlast fjölþætta reynslu innan heilbrigðisgeirans sem ég taldi að myndi nýtast mér vel í ljósmóðurstarfinu. Það reyndist rétt vera – að öllu öðru leyti en þegar kom að launakjörum. Fyrra nám og reynsla skilaði sér hreint alls ekki í launaumslagið heldur lækkuðu launin mín þegar ég hóf störf sem ljósmóðir. Ótrúlegt en satt! Til að verða ljósmóðir þarf sex ára háskólanám, fyrst fjögur ár í hjúkrunarfræði og svo tvö ár í ljósmóðurfræði. Sérþekking ljósmæðra liggur í að hlúa að eðlilegu barneignarferli, veita fræðslu og upplýsingar og styðja foreldra í foreldrahlutverkinu um leið og þörfum þeirra og barnsins er mætt. Síðast en ekki síst er eitt af hlutverkum ljósmóður að greina frávik frá eðlilegu ferli, leita til annarra fagaðila þegar þörf er á og veita áframhaldandi stuðning þó eitthvað komi upp á. Margar ljósmæður hafa einnig lokið framhaldsnámi og í vaxandi mæli hafa ljósmæður sérhæft sig og öðlast sérfræðiviðurkenningu í ýmsum sérgreinum innan ljósmóðurfræðinnar. Má þar nefna fósturgreiningu, fæðingarhjálp, brjóstagjafaráðgjöf, umönnun áhættuhópa eins og mæðra með sykursýki, fíknivanda, flókin sálfélagsleg vandamál, tvíburameðgöngur og svo mætti lengi telja. Því þrátt fyrir að almennt sé litið á meðgöngu og fæðingu sem náttúruleg fyrirbæri þá hefur margt breyst með í áranna rás, t.d. hefur aukist að konur með flókinn heilsufarsvanda eignist börn. Þá hefur vaxandi offita þjóðarinnar leitt til þess að mun fleiri konur teljast til áhættuhópa á meðgöngu og í fæðingu en áður var. Allt þetta kallar á aukna sérþekkingu ljósmæðra og stunda nú allmargar ljósmæður vísindarannsóknir sem ætlað er að skila aukinni þekkingu inn í barneignarþjónustuna.Menntun metin til launa Ljósmæður hafa verið talsvert í umræðu fjölmiðla undanfarið vegna yfirstandandi verkfalls BHM-félaga. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ljósmæður voru í sömu sporum fyrir sjö árum síðan en við samningaborðið á þeim tíma var þeim lofað leiðréttingu á launakjörum. Greinarhöfundur skrifaði grein vegna þessa sem birtist á mbl.is í júlí 2008 þar sem m.a. kom fram að verulegt misræmi var á launakjörum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Síðan eru liðin sjö ár! Og enn brenna sömu málin á eins og kemur fram í viðtali við formann Ljósmæðrafélags Íslands á visir.is þann 7. maí sl! Ljósmæður eru enn í þeim sporum að heyja harða baráttu fyrir því að menntun þeirra sé metin til launa! Ljósmæður standa vaktina fyrir þig. Gildir þá einu hvort það eru virkir dagar eða stórhátíðir, dagar eða nætur – ljósmóðirin sinnir sínu starfi á heilsugæslustöðvum, fæðingarstofnunum og í heimahúsum á öllum tímum sólarhringsins og alla daga ársins! En hinni löngu vakt kjarabaráttu verður að fara að ljúka – ég vona að ég þurfi ekki að skrifa mikið oftar um misrétti í launakjörum! Er ekki komið nóg?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun