Matur

Sígild ítölsk máltíð: Ítalskar kjötbollur í tómat- og basilíkusósu

Eva Laufey Kjaran skrifar
Girnilegt í ítalskri veislu að hætti Evu Laufeyjar
Girnilegt í ítalskri veislu að hætti Evu Laufeyjar Vísir/Stöð 2

Ítalskar kjötbollur í tómat- og basilíkusósu



Tómat- og basilíkusósa

1 laukur, smátt skorinn

2 hvítlauksrif, marin

500 ml tómatapassata

½ kjúklingateningur

1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð

1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð

skvetta af hunangi eða smá sykur

salt og pipar, magn eftir smekk

Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1-2 mínútur.

Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar.

Getty/Stöð 2

Kjötbollurnar

500 g nautahakk

500 g svínahakk

1 dl brauðrasp

1 laukur, smátt skorinn

3 hvítlauksrif, marin

3 msk. fersk steinselja, smátt söxuð

1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð

2 msk. rifinn parmesanostur

1 egg, létt pískað

salt og pipar, magn eftir smekk

smá hveiti

góð ólífuolía

Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu.

Veltið bollunum upp úr smá hveiti og leggið þær í eldfast mót.

Sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 10-15 mínútur.

Þegar bollurnar eru tilbúnar þá hellið þið sósunni varlega ofan í eldfasta mótið og eldið áfram í 20 mínútur. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, ég mæli með að þið notið spagettí eða linguini.

Berið réttinn fram með rifnum parmesan og mikið af honum. 

Vísir/Stöð 2

Tíramísú

4 egg

100 g sykur

400 g mascarpone-ostur, við stofuhita

½ tsk. vanilluduft eða vanillusykur 

4 dl þeyttur rjómi

250 g kökufingur(Lady fingers)

6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi

kakó eftir þörfum

smátt saxað súkkulaði 

Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast.

Blandið mascarpone-ostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel. 

Bætið vanillu og rjómanum varlega saman við með sleif. 

Hellið upp á sterkt kaffi og setjið kaffið í skál. Veltið kökufingrunum upp úr kaffinu og raðið þeim í há glös.

Setjið 2-3 matskeiðar af ostablöndunni ofan á og sigtið vel af góðu kakói yfir. Það er fullkomið að saxa niður dökkt súkkulaði og sáldra yfir réttinn í lokin.

Þessi eftirréttur þarf að fá að standa í kæli í lágmark þrjár klukkustundir (helst yfir nótt) áður en hann er borinn fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.