Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings 21. apríl 2015 07:00 Af þeim níu sem eru ákærðir í Kaupþingsmálinu mættu þeir Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira