Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:00 „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku,“ segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“ Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira