Þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 10. apríl 2015 07:00 Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun