Mætir þegar maður er valinn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur í sitt fyrsta landsliðsverkefni í sextán mánuði og þessi mikil reynslubolti verður til taks á móti Kasakstan á laugardaginn. Það eru margir sem fagna því að sjá markahæsta leikmann landsliðsins frá upphafi klæðast landsliðsbúningnum á nýjan leik. „Það gleður mig að það séu einhverjir ánægðir með að sjá mig í landsliðinu aftur en ég er líka mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Eiður Smári við Fréttablaðið í gær. Eiður segist aldrei hafa lokað á það að spila aftur með landsliðinu en til þess að svo yrði þurftu réttu aðstæðurnar að skapast. Eiður hefur spilað vel með Bolton í ensku b-deildinni í vetur og lítur vel út. „Ég held að þetta sé mjög einfalt. Ég byrjaði að spila fótbolta reglulega og það hefur gengið þokkalega vel. Ég er í fínasta standi og meiðslalaus. Fyrir mér varð þetta að vera þannig ef kallið kæmi,“ sagði Eiður Smári, en það var símtal frá Heimi Hallgrímssyni, öðrum þjálfara íslenska liðsins, sem kom hlutunum á hreyfingu. „Ég heyrði í Heimi og hann spurði hvernig staðan væri á mér og hvernig ég sæi þetta fyrir mér og þá hvort ég væri búinn að loka á landsliðið. Ég sagði honum að það væri engan veginn staðan. Ég var ekki búinn að loka á neitt en þarna var komin upp staða sem ég bjóst ekki við. Þegar hann tjáði mér að þeir hefðu hug á því að velja mig þá var það bara sjálfsagt mál að mæta. Þegar maður er valinn í landsliðið þá mætir maður,“ segir Eiður brosandi. Það er enn í fersku minni margra viðtal hans eftir tapið í umspilsleiknum í Króatíu í nóvember 2013, en þá var eins og Eiður væri að kveðja landsliðið. „Á þeirri stundu hafði maður það á tilfinningunni að þetta hefði hugsanlega verið síðasti landsleikurinn. Maður sér aldrei inn í framtíðina. Auðvitað var ég ekki að vonast til þess að þetta væri síðasti landsleikurinn en ég er raunsær og ég sá ekki alveg framtíðina fyrir mér því ég var samningslaus á þeim tíma. Ég vissi því ekki alveg hvað myndi taka við. Hlutirnir breytast hins vegar fljótt í fótbolta,“ segir Eiður Smári. Það á eftir að koma í ljós hvert hlutverk Eiðs Smára verður í leiknum við Kasaka en það er þó langlíklegast að hann byrji á bekknum en komi svo inn á í seinni hálfleik þegar Lars og Heimir þurfa einhverja nýja vídd í sóknarleik íslenska liðsins. „Ég spila það hlutverk sem ég er beðinn um. Það verður ekkert vandamál fyrir mig,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira