Bakdyrnar í Meistaradeildina opnar upp á gátt fyrir Liverpool Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 06:00 Liverpool getur komist í Meistaradeildina. Fréttablaðið/getty Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Sjá meira
Þrjátíu og tveggja liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta hefjast í kvöld og er mikið um áhugaverða leiki. Sterk lið í bestu deildum Evrópu eigast við strax á fyrsta stigi útsláttakeppninnar, en þar má nefna viðureignir á borð við: Sevilla - Mönchengladbach, PSV - Zenit, Roma Feyenoord, Celtic - Inter og Wolfsburg - Sporting. Þrjú ensk lið; Liverpool, Everton og Tottenham, eru komin þetta langt og spila í kvöld. Liverpool mætir Besiktas frá Tyrklandi, Tottenham fær Fiorentina í heimsókn og Everton heimsækir Young Boys í Sviss. Ensku liðin hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópudeildinni, hvort sem þau hafa sýnt henni áhuga eða ekki. Ekki eru mörg ár síðan Harry Redknapp, þáverandi stjóri Tottenham, og Martin O‘Neil, þáverandi stjóri Aston Villa, gáfu skít í keppnina og spiluðu á varaliðum í útsláttarkeppninni. Fulham og Chelsea eru eina ensku liðin sem hafa virkilega reynt að fara alla leið og tekist það. Harry Redknapp talaði þá afar illa um keppnina, sagði hana B-keppni Evrópuboltans og væri bara fyrir af því að spilað væri á fimmtudögum. En nú ber svo við að mikið er undir í Evrópudeildinni. Sigurlaunin eru sæti í Meistaradeildinni, og eru því öll liðin sem hefja leik í kvöld níu leikjum frá ríkidæminu sem fylgir Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Tottenham eru bæði í baráttu um Meistaradeildarsæti á Englandi en þykja ekki líkleg til afreka þar að mati flestra sérfræðinga. Því er liðunum ekkert til fyrirstöðu að reyna að fara alla leið í Evrópudeildinni og lauma sér bakdyramegin inn um dyrnar í Meistaradeildina sem standa opnar upp á gátt. „Við ætlum að fara eins langt og við getum,“ segir Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. „Leikurinn gegn Fiorentina verður áhugaverður. Ég ber mikla virðingu fyrir ítalska boltanum. Hann hefur farið upp og niður undanfarin ár og upplifir nú sína verstu tíma. Engu að síður er Sería A góð deild og Fiorentina spilar góðan fótbolta.“ Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér gullpottinn við enda Evrópudeildarregnbogans og ætlar sér alla leið í keppninni. „Við ætlum að standa okkur vel í þessari keppni,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Okkur langar að vinna bikar til að sýna hversu langt við erum komnir og þar kemur Evrópudeildin sterk inn. Þetta er keppni sem við tökum alvarlega.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Sjá meira