Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2015 10:00 Vísir/Ernir Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir engar óeðlilegar ástæður liggja að baki því að Helga María Vilhjálmsdóttir fái ekki að keppa á Evrópumótaröðinni eins og faðir hennar, Vilhjálmur Ólafsson, kvartar yfir. Skíðasambandið neitar henni um þátttökurétt þar sem hún hafi ekki náð tilskildum lágmörkum um þátttöku. „Alpagreinanefnd og landsliðsþjálfari settu þessi viðmið fyrir að verða tveimur árum. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá eru þessi viðmið alls ekki há,“ segir Einar og telur til nokkur lönd máli sínu til stuðnings en Vilhjálmur taldi til önnur lönd er hann studdi sitt mál. „Ég veit við hvað hann er að miða en hann horfir á þetta svolítið með sínum augum. Ef ég ber okkur saman við Norðmenn, Hollendinga, Belga og fleiri þá teljast þetta vera allt of lág lágmörk. Aðalmálið í þessu er að það er tröppugangur í styrkleika móta. Ef við sendum keppendur sem hafa ekki náð lágmörkum þá er nokkuð gefið að árangurinn verður eftir því. Það er stærra og meira mál en lítur út fyrir að vera að taka þátt í þessum stóru mótaröðum. Þú hoppar ekki yfir þrep á leiðinni upp til þess að vera góður. Viðmiðin eru sett svo íþróttamaðurinn verði betri. Þetta er svona í fleiri íþróttagreinum.“ Einar formaður vill lítið gera úr þeirri gagnrýni Vilhjálms að verið sé að halda aftur af Helgu. „Það er alls ekki þannig. Það er verið að bjóða henni upp á mót þar sem hún getur náð árangri og bætt sig. Þar af leiðandi getur hún orðið betri skíðamaður,“ segir Einar og bætir við að það geri íþróttamanni ekki gott að taka eingöngu þátt í stærri mótum þar sem árangur næst ekki. Formaðurinn segir að landsliðsfólkið verði að ná betri árangri á minni mótum áður en lengra er haldið. „Krakkarnir hafa skíðað ágætlega á þessum mótum sem Vilhjálmur segir ekki vera nógu góð en þau skila sér ekki alltaf í topp þrjú sætin en eru þó byrjuð að klóra í þau sem er jákvætt. Við viljum sjá þau læra að höndla að vera á meðal þeirra bestu á ákveðnu þrepi áður en haldið er áfram upp stigann.“ Einar blæs einnig á gagnrýni Vilhjálms um Fjalar landsliðsþjálfara. „Hann er mjög öflugur og duglegur. Það ber að líta á að þarna er foreldri að setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Við virðum það en við höfum fulla trú á okkar þjálfara og það hefur sýnt sig að keppendunum hefur farið fram. Við skiljum ekki alveg af hverju Vilhjálmur vill fara þessa leið og sleppa þrepum. Við teljum Helgu geta náð árangri í þeim farvegi sem hún er í núna. Við viljum sjá að henni gangi vel.“ Vilhjálmur sakar Einar um að láta persónuleg sjónarmið ráða för er hann neitar Helgu um að fara á Evrópumótaröðina. Hann vilji ekki sjá hana taka of langt fram úr dóttur formannsins. „Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er. Það er ekki ég sem vel landsliðsverkefnin eða set viðmiðin. Helga hefur fengið öll sömu tækifæri og aðrir í landsliðshópnum. Þetta er nú eiginlega ekki svaravert enda erum við mjög ánægðir með Helgu og hvernig hún er að standa sig,“ segir Einar Þór Bjarnason. Íþróttir Tengdar fréttir Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir engar óeðlilegar ástæður liggja að baki því að Helga María Vilhjálmsdóttir fái ekki að keppa á Evrópumótaröðinni eins og faðir hennar, Vilhjálmur Ólafsson, kvartar yfir. Skíðasambandið neitar henni um þátttökurétt þar sem hún hafi ekki náð tilskildum lágmörkum um þátttöku. „Alpagreinanefnd og landsliðsþjálfari settu þessi viðmið fyrir að verða tveimur árum. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir þá eru þessi viðmið alls ekki há,“ segir Einar og telur til nokkur lönd máli sínu til stuðnings en Vilhjálmur taldi til önnur lönd er hann studdi sitt mál. „Ég veit við hvað hann er að miða en hann horfir á þetta svolítið með sínum augum. Ef ég ber okkur saman við Norðmenn, Hollendinga, Belga og fleiri þá teljast þetta vera allt of lág lágmörk. Aðalmálið í þessu er að það er tröppugangur í styrkleika móta. Ef við sendum keppendur sem hafa ekki náð lágmörkum þá er nokkuð gefið að árangurinn verður eftir því. Það er stærra og meira mál en lítur út fyrir að vera að taka þátt í þessum stóru mótaröðum. Þú hoppar ekki yfir þrep á leiðinni upp til þess að vera góður. Viðmiðin eru sett svo íþróttamaðurinn verði betri. Þetta er svona í fleiri íþróttagreinum.“ Einar formaður vill lítið gera úr þeirri gagnrýni Vilhjálms að verið sé að halda aftur af Helgu. „Það er alls ekki þannig. Það er verið að bjóða henni upp á mót þar sem hún getur náð árangri og bætt sig. Þar af leiðandi getur hún orðið betri skíðamaður,“ segir Einar og bætir við að það geri íþróttamanni ekki gott að taka eingöngu þátt í stærri mótum þar sem árangur næst ekki. Formaðurinn segir að landsliðsfólkið verði að ná betri árangri á minni mótum áður en lengra er haldið. „Krakkarnir hafa skíðað ágætlega á þessum mótum sem Vilhjálmur segir ekki vera nógu góð en þau skila sér ekki alltaf í topp þrjú sætin en eru þó byrjuð að klóra í þau sem er jákvætt. Við viljum sjá þau læra að höndla að vera á meðal þeirra bestu á ákveðnu þrepi áður en haldið er áfram upp stigann.“ Einar blæs einnig á gagnrýni Vilhjálms um Fjalar landsliðsþjálfara. „Hann er mjög öflugur og duglegur. Það ber að líta á að þarna er foreldri að setja fram sínar skoðanir og gagnrýni. Við virðum það en við höfum fulla trú á okkar þjálfara og það hefur sýnt sig að keppendunum hefur farið fram. Við skiljum ekki alveg af hverju Vilhjálmur vill fara þessa leið og sleppa þrepum. Við teljum Helgu geta náð árangri í þeim farvegi sem hún er í núna. Við viljum sjá að henni gangi vel.“ Vilhjálmur sakar Einar um að láta persónuleg sjónarmið ráða för er hann neitar Helgu um að fara á Evrópumótaröðina. Hann vilji ekki sjá hana taka of langt fram úr dóttur formannsins. „Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er. Það er ekki ég sem vel landsliðsverkefnin eða set viðmiðin. Helga hefur fengið öll sömu tækifæri og aðrir í landsliðshópnum. Þetta er nú eiginlega ekki svaravert enda erum við mjög ánægðir með Helgu og hvernig hún er að standa sig,“ segir Einar Þór Bjarnason.
Íþróttir Tengdar fréttir Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann. 14. febrúar 2015 09:00