Blekkt og notuð sem burðardýr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 30. janúar 2015 07:00 María fékk litla sem enga sálfræðihjálp til að glíma við þau áföll sem hún hefur orðið fyrir. Hún þarf að fá nýtt nafn og flytur á nýjar slóðir þegar hún losnar úr afplánun. „Ég er hér núna. Ég get ekki breytt þessu. Þetta er ekki martröð sem ég vakna af. Þetta er raunveruleikinn,“ segir ung kona sem afplánar dóm fyrir fíkniefnainnflutning á Kvíabryggju. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hana í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan, sem kýs að koma fram undir dulnefni og við skulum kalla Maríu, flutti óafvitandi þúsundir e-taflna faldar í botni ferðatösku og segir kærasta sinn hafa platað sig til þess að flytja þær til landsins. Við rannsókn málsins kom í ljós að aðstæður Maríu voru með þeim hætti að grunur kviknaði um mansal. Mál Maríu varpar ljósi á það hversu fjölbreytt glæpastarfsemi mansal er. Mál hennar er notað í fræðsluerindum á vegum lögreglunnar til að fræða fagaðila um mansal. Mansalar leita fanga meðal ungra kvenna sem eru í veikri efnahagslegri og félagslegri stöðu, frá brotnum heimilum eða illa stöddum fjölskyldum. Þrátt fyrir að grunsemdir um mansal hafi verið sterkar, var þeim ekki fundinn orðastaður í dómi gegn henni. María játaði á sig innflutninginn og upplýsti um aðild annarra í málinu.Sjá einnig: Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Grunnskólakennari að mennt Hún er grunnskólakennari að mennt og stundaði framhaldsnám í sögu í heimalandinu, Hollandi. Innflutningurinn til Íslands er fyrsta brot hennar og hún hefur engin tengsl eða kynni haft af glæpum áður. „Áður en ég var handtekin var ég í sagnfræðinámi í Hollandi. Ég bjó með fyrrverandi kærasta mínum og ætli líf mitt hafi ekki verið þokkalega eðlilegt. Þremur mánuðum áður en ég var handtekin flutti ég inn með kærastanum í Utrecht.“ Þótt María hafi talið líf sitt í eðlilegum skorðum, var kærasti hennar ekki sá sem hann sagðist vera og notfærði sér hana og blekkti. Það vissi hún ekki fyrr en hún var handtekin í Leifsstöð. „Hann hafði gefið mér ferð til landsins, langa helgi á Íslandi til að slappa af. Þegar ég lít til baka þá voru merki um að hann væri ekki sá sem hann var, ég fann til dæmis annan síma sem hann var með í fórum sínum með ókunnum símanúmerum. Hann gaf engar útskýringar á því og svo gleymdist það bara. Ég treysti honum í blindni. Ég er ekki heimsk en veit að ég hef ekki gott innsæi.“Sjá einnig: Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hræðist þá sem áttu efnin María hringdi ekki í fyrrverandi kærasta sinn fyrr en hún var komin í Kvennafangelsið í Kópavogi. „Ég hringdi bara í hann einu sinni. Í Kópavogi. Lögfræðingurinn minn var með mér og varð vitni að samtalinu. Hann varð alveg brjálaður yfir því að ég væri að hringja í hann og kallaði mig öllum illum nöfnum,“ segir hún frá og bætir við að það sé í síðasta sinn sem hún hafi talað við hann. „Sambandið var þar með búið.“ María segist vita að hann hafi hlotið dóm í Hollandi og heldur að hann sitji inni. Þrátt fyrir það hræðist hún þá sem stóðu á bak við innflutninginn. „Auðvitað er ég hrædd,“ segir hún aðspurð um það hvort hún hræðist þá sem stóðu að því að blekkja hana til að flytja efnin til landsins og segir að hollensk yfirvöld muni aðstoða hana þegar hún losnar úr fangelsi. „Við höfum verið að ræða hvað er hægt að gera. Til að byrja með fæ ég breytt nafn, ég mun heldur ekki snúa á mínar heimaslóðir. Ég reyni að hugsa ekki mikið um þetta en á sama tíma reyni ég að sætta mig við þetta. Ég mun flytja á nýjan stað og reyna að hefja nýtt líf.“Fékk litla hjálp Fyrstu sjö mánuðir afplánunarinnar voru í Kvennafangelsinu í Kópavogi. María segir þann tíma hafa reynt mjög á sig. Hún fékk litla hjálp við að glíma við áföllin sem hún hafði gengið í gegnum og óttann og óvissuna sem hún fann fyrir vegna blekkinganna sem hún varð fyrir. „Það tók marga mánuði að komast yfir reynsluna að dvelja þar. Fangelsið er gamalt og lyktar af sagga. Það er lítið og það þarf aðeins fáar manneskjur í slæmu ásigkomulagi til að gera vistina skelfilega. Þannig var það, með mér voru fíklar og konur með geðvandamál og fólk sem ég myndi forðast í mínu venjulega lífi. Það var vitað að ég var óharðnaður glæpamaður en mér fannst ákveðið ráðaleysi gagnvart því. Ein kona henti í mig stól, þetta var súrrealísk upplifun,“ segir hún frá. Hún tók boði um að afplána í opnu fangelsi á Kvíabryggju fegins hendi. Sérstaklega þar sem það opnaði möguleikann á fjarnámi. Hún vænti þess að aðstæður sínar breyttust en upphaf vistarinnar á Kvíabryggju voru henni mikil vonbrigði.Í fjarnámi og prjónar á fanga María lét ekki deigan síga. Frá upphafi ákvað hún að hafa nóg fyrir stafni til að dreifa huganum. Á Kvíabryggju ákvað hún að hefja nám í hollenskum háskóla og fékk til þess stuðning þarlendra yfirvalda. Þá hafði hún lært að prjóna í Kvennafangelsinu af einum fangavarðanna. „Ég er mjög hamingjusöm að vera aftur sest á skólabekk því mér var farið að leiðast. Hollensk yfirvöld greiða fyrir námið og telja það gott fyrir endurhæfingu. Þá kenndi einn fangavarðanna í Kópavogi mér að prjóna. Ég hef aldrei náð sérstakri færni við það en nú er ég betri en móðir mín, segir hún stolt í bragði. „Nú er ég að prjóna húfu með merki fótboltafélags handa einum fangavarðanna.“Fær ekki næga sálfræðiaðstoð María segist loka sig af í eigin heimi. Þó gefur hún mikið af sér til samfélagsins á Kvíabryggju. „Ég reyni að hafa það eins gott og ég mögulega get og loka mig af í eigin heimi. Mér finnst gaman að baka og ég geri svolítið af því. Á laugardag var afmæli og ég bakaði sex laga regnbogaköku. Sumir strákanna hér eiga svolítið erfitt með stærðfræðina og ég hjálpa þeim. Mér finnst skipta miklu máli að reyna að hafa eitthvað svona fyrir stafni.“ Hún hefur fengið takmarkaða sálfræðiaðstoð og segir ekki hjálp að fá nema handa þeim sem eiga við andleg veikindi að stríða eða haga sér illa og valda öðrum vandræðum. Hún fékk hins vegar góða aðstoð kvenkyns fangavarðar við að ræða líðan sína. „Það kom sálfræðingur að hitta mig. Hún sagði mér að hengja upp myndir frá heimalandinu og ýmislegt annað. Ég hafði áhyggjur af geðheilsu minni og vildi ræða áföllin sem ég hafði gengið í gegnum og hvað bíður mín þegar ég losna. Sálfræðingurinn sagði, já, ræðum það þegar að því kemur. Ég er mjög gáttuð á þeim viðbrögðum. Maður þarf að vera orðinn mjög veikur til þess að fá sálfræðiaðstoð. Hér er einn kvenkyns fangavörður sem ég get talað við. Sem skilur mig og getur veitt mér stuðning. Verðirnir þekkja þessa líðan, hafa séð hana áður og vita hvaða orð hugga. Ef þú ert ekki fíkill og ekki til vandræða, þá færðu ekki hjálp.“ Hollenski konsúllinn á Íslandi kom í fangelsið að heimsækja Maríu og gat ekki veitt mikla hjálp. „Hann talaði ekki einu sinni hollensku. Hlustaði á mig en brást lítið við. Hins vegar hefur sendiráðið reynst mér vel og ég hef fengið jólakort frá þeim og þannig lagað. Lögfræðingurinn minn hefur líka reynst mér jafn vel og mín eigin móðir. Hún sagði strax við mig að hún myndi hjálpa mér að komast í gegnum þetta. Heimsækja mig eins oft og hún gæti og hún sagði mér að ég myndi komast í gegnum þessa lífsreynslu ef ég hætti að ásaka sjálfa mig. Ég er mjög þakklát henni.“Ætlar að vera ein María er búin að ákveða hvað hún gerir daginn sem hún losnar. Hún ætlar að vera ein. „Ég mun bóka mig á hótel og vera ein. Ég ætla að fara í heitt bað og fara í nudd og njóta einverunnar. Það eru ótrúleg lífsgæði sem ég kann að meta í dag. Hún útskýrir að hversdagslegt, eðlilegt líf sé það sem hana dreymir um.„Ég er að vonast til að fá dagsleyfi í næsta mánuði. Ég hef fengið heimsóknir frá iðjuþjálfa úr litlum bæ hér í nágrenninu. Hún kom að hitta mig fyrir tilstilli eins fangavarðarins sem hafði áhyggjur af því hversu einmana ég var. Hún talar hollensku og það var æðislegt. Nú hefur hún komið að hitta mig nokkrum sinnum og það er svo gott að tala við hana. Ég ætla að nota dagsleyfið og fá mér kaffi með henni og síðast en ekki síst borða kvöldmat með fjölskyldu hennar og börnum. Það er það sem ég þrái. Að eiga eðlilega kvöldstund, þessir litlu hversdagslegu hlutir eru svo óskaplega dýrmætir.“Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Mynda tilfinningaleg tengsl við fórnarlömbÍ Skýrslu Sameinuðu þjóðanna á sviði glæpa og fíkniefna sem notuð er til fræðslu á dómsstigi er bent á leiðir sem mansalar nota til glæpa og ágóða. Ein af þeim helstu er að mynda tilfinningaleg tengsl við fórnarlömb. Mansalar þrífast á því að stjórna fórnarlömbum sínum, og samkvæmt skilgreiningu skortir samþykki og ásetning brotaþola í mansalsmálum. Þau ráða ekki ferð. Í sumum málum virðast fórnarlömb hafa gefið samþykki sitt en við nánari skoðun kemur ef til vill í ljós að samþykkið var vegna blekkinga og svika. Aðferðir sem eru títt notaðar eru ofbeldi, blekkingar, skuldaánauð, einangrun, trú og hindurvitni, skemmdarverk, hótanir. Flestir mansalar nota margar aðferðir til að ná tökum á fórnarlömbum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að þótt fórnarlamb hafi ekki verið beitt ofbeldi eða grófum hótunum þá þýði það ekki að því sé ekki stjórnað með áhrifaríkum aðferðum. Fórnarlömb álíta sig vera í sambandi við mansalann. Samböndin eru af ýmsum toga. Ástarsambönd, vinasambönd og fjölskyldusambönd. Það þekkist að foreldrar selji börn sín mansali svo fagaðilar eru í skýrslu Sameinuðu þjóðanna beðnir um að þjálfa með sér víðsýni í þessum efnum og muna að brotaþolar treysta mansala í blindni. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir mansal sem byggist á tengslamyndunum við brotaþola einstaklega erfitt viðureignar. „Þetta er þekkt aðferð, „boyfriend-method,“ eða „kærastaaðferð“ að bindast brotaþola böndum og er áhrifaríkari en margar aðrar,“ segir Margrét. „Það eru svo margar aðferðir til þess að kúga aðra og svipta þá frelsi, en mansalar lenda ekki í jafn miklum vandræðum ef þeir hafa náð brotaþolanum á sitt band,“ segir Margrét. Fórnarlömb gætu skammast sín vegna þess að þau hafa verið blekkt. Á öllum stigum er fagaðilum bent á að fullvissa fórnarlamb um að þau hafi ekkert til að skammast sín fyrir. Að þau eigi ekki að álasa sér. Orð eins og: Hvernig gastu trúað þessu? og: Fannst þér þetta ekki svolítið grunsamlegt? eiga ekki við. Í skýrslunni kemur einnig fram að fórnarlömb skuli fá aðstoð og sálfræðiráðgjöf eins fljótt og auðið er til þess að hjálpa þeim að rjúfa vítahring kúgunar og ofbeldis. Bent er á að sérþjálfað fagfólk þurfi að koma að þessum málum og sér í lagi þegar börn eiga í hlut. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
„Ég er hér núna. Ég get ekki breytt þessu. Þetta er ekki martröð sem ég vakna af. Þetta er raunveruleikinn,“ segir ung kona sem afplánar dóm fyrir fíkniefnainnflutning á Kvíabryggju. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hana í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan, sem kýs að koma fram undir dulnefni og við skulum kalla Maríu, flutti óafvitandi þúsundir e-taflna faldar í botni ferðatösku og segir kærasta sinn hafa platað sig til þess að flytja þær til landsins. Við rannsókn málsins kom í ljós að aðstæður Maríu voru með þeim hætti að grunur kviknaði um mansal. Mál Maríu varpar ljósi á það hversu fjölbreytt glæpastarfsemi mansal er. Mál hennar er notað í fræðsluerindum á vegum lögreglunnar til að fræða fagaðila um mansal. Mansalar leita fanga meðal ungra kvenna sem eru í veikri efnahagslegri og félagslegri stöðu, frá brotnum heimilum eða illa stöddum fjölskyldum. Þrátt fyrir að grunsemdir um mansal hafi verið sterkar, var þeim ekki fundinn orðastaður í dómi gegn henni. María játaði á sig innflutninginn og upplýsti um aðild annarra í málinu.Sjá einnig: Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Grunnskólakennari að mennt Hún er grunnskólakennari að mennt og stundaði framhaldsnám í sögu í heimalandinu, Hollandi. Innflutningurinn til Íslands er fyrsta brot hennar og hún hefur engin tengsl eða kynni haft af glæpum áður. „Áður en ég var handtekin var ég í sagnfræðinámi í Hollandi. Ég bjó með fyrrverandi kærasta mínum og ætli líf mitt hafi ekki verið þokkalega eðlilegt. Þremur mánuðum áður en ég var handtekin flutti ég inn með kærastanum í Utrecht.“ Þótt María hafi talið líf sitt í eðlilegum skorðum, var kærasti hennar ekki sá sem hann sagðist vera og notfærði sér hana og blekkti. Það vissi hún ekki fyrr en hún var handtekin í Leifsstöð. „Hann hafði gefið mér ferð til landsins, langa helgi á Íslandi til að slappa af. Þegar ég lít til baka þá voru merki um að hann væri ekki sá sem hann var, ég fann til dæmis annan síma sem hann var með í fórum sínum með ókunnum símanúmerum. Hann gaf engar útskýringar á því og svo gleymdist það bara. Ég treysti honum í blindni. Ég er ekki heimsk en veit að ég hef ekki gott innsæi.“Sjá einnig: Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hræðist þá sem áttu efnin María hringdi ekki í fyrrverandi kærasta sinn fyrr en hún var komin í Kvennafangelsið í Kópavogi. „Ég hringdi bara í hann einu sinni. Í Kópavogi. Lögfræðingurinn minn var með mér og varð vitni að samtalinu. Hann varð alveg brjálaður yfir því að ég væri að hringja í hann og kallaði mig öllum illum nöfnum,“ segir hún frá og bætir við að það sé í síðasta sinn sem hún hafi talað við hann. „Sambandið var þar með búið.“ María segist vita að hann hafi hlotið dóm í Hollandi og heldur að hann sitji inni. Þrátt fyrir það hræðist hún þá sem stóðu á bak við innflutninginn. „Auðvitað er ég hrædd,“ segir hún aðspurð um það hvort hún hræðist þá sem stóðu að því að blekkja hana til að flytja efnin til landsins og segir að hollensk yfirvöld muni aðstoða hana þegar hún losnar úr fangelsi. „Við höfum verið að ræða hvað er hægt að gera. Til að byrja með fæ ég breytt nafn, ég mun heldur ekki snúa á mínar heimaslóðir. Ég reyni að hugsa ekki mikið um þetta en á sama tíma reyni ég að sætta mig við þetta. Ég mun flytja á nýjan stað og reyna að hefja nýtt líf.“Fékk litla hjálp Fyrstu sjö mánuðir afplánunarinnar voru í Kvennafangelsinu í Kópavogi. María segir þann tíma hafa reynt mjög á sig. Hún fékk litla hjálp við að glíma við áföllin sem hún hafði gengið í gegnum og óttann og óvissuna sem hún fann fyrir vegna blekkinganna sem hún varð fyrir. „Það tók marga mánuði að komast yfir reynsluna að dvelja þar. Fangelsið er gamalt og lyktar af sagga. Það er lítið og það þarf aðeins fáar manneskjur í slæmu ásigkomulagi til að gera vistina skelfilega. Þannig var það, með mér voru fíklar og konur með geðvandamál og fólk sem ég myndi forðast í mínu venjulega lífi. Það var vitað að ég var óharðnaður glæpamaður en mér fannst ákveðið ráðaleysi gagnvart því. Ein kona henti í mig stól, þetta var súrrealísk upplifun,“ segir hún frá. Hún tók boði um að afplána í opnu fangelsi á Kvíabryggju fegins hendi. Sérstaklega þar sem það opnaði möguleikann á fjarnámi. Hún vænti þess að aðstæður sínar breyttust en upphaf vistarinnar á Kvíabryggju voru henni mikil vonbrigði.Í fjarnámi og prjónar á fanga María lét ekki deigan síga. Frá upphafi ákvað hún að hafa nóg fyrir stafni til að dreifa huganum. Á Kvíabryggju ákvað hún að hefja nám í hollenskum háskóla og fékk til þess stuðning þarlendra yfirvalda. Þá hafði hún lært að prjóna í Kvennafangelsinu af einum fangavarðanna. „Ég er mjög hamingjusöm að vera aftur sest á skólabekk því mér var farið að leiðast. Hollensk yfirvöld greiða fyrir námið og telja það gott fyrir endurhæfingu. Þá kenndi einn fangavarðanna í Kópavogi mér að prjóna. Ég hef aldrei náð sérstakri færni við það en nú er ég betri en móðir mín, segir hún stolt í bragði. „Nú er ég að prjóna húfu með merki fótboltafélags handa einum fangavarðanna.“Fær ekki næga sálfræðiaðstoð María segist loka sig af í eigin heimi. Þó gefur hún mikið af sér til samfélagsins á Kvíabryggju. „Ég reyni að hafa það eins gott og ég mögulega get og loka mig af í eigin heimi. Mér finnst gaman að baka og ég geri svolítið af því. Á laugardag var afmæli og ég bakaði sex laga regnbogaköku. Sumir strákanna hér eiga svolítið erfitt með stærðfræðina og ég hjálpa þeim. Mér finnst skipta miklu máli að reyna að hafa eitthvað svona fyrir stafni.“ Hún hefur fengið takmarkaða sálfræðiaðstoð og segir ekki hjálp að fá nema handa þeim sem eiga við andleg veikindi að stríða eða haga sér illa og valda öðrum vandræðum. Hún fékk hins vegar góða aðstoð kvenkyns fangavarðar við að ræða líðan sína. „Það kom sálfræðingur að hitta mig. Hún sagði mér að hengja upp myndir frá heimalandinu og ýmislegt annað. Ég hafði áhyggjur af geðheilsu minni og vildi ræða áföllin sem ég hafði gengið í gegnum og hvað bíður mín þegar ég losna. Sálfræðingurinn sagði, já, ræðum það þegar að því kemur. Ég er mjög gáttuð á þeim viðbrögðum. Maður þarf að vera orðinn mjög veikur til þess að fá sálfræðiaðstoð. Hér er einn kvenkyns fangavörður sem ég get talað við. Sem skilur mig og getur veitt mér stuðning. Verðirnir þekkja þessa líðan, hafa séð hana áður og vita hvaða orð hugga. Ef þú ert ekki fíkill og ekki til vandræða, þá færðu ekki hjálp.“ Hollenski konsúllinn á Íslandi kom í fangelsið að heimsækja Maríu og gat ekki veitt mikla hjálp. „Hann talaði ekki einu sinni hollensku. Hlustaði á mig en brást lítið við. Hins vegar hefur sendiráðið reynst mér vel og ég hef fengið jólakort frá þeim og þannig lagað. Lögfræðingurinn minn hefur líka reynst mér jafn vel og mín eigin móðir. Hún sagði strax við mig að hún myndi hjálpa mér að komast í gegnum þetta. Heimsækja mig eins oft og hún gæti og hún sagði mér að ég myndi komast í gegnum þessa lífsreynslu ef ég hætti að ásaka sjálfa mig. Ég er mjög þakklát henni.“Ætlar að vera ein María er búin að ákveða hvað hún gerir daginn sem hún losnar. Hún ætlar að vera ein. „Ég mun bóka mig á hótel og vera ein. Ég ætla að fara í heitt bað og fara í nudd og njóta einverunnar. Það eru ótrúleg lífsgæði sem ég kann að meta í dag. Hún útskýrir að hversdagslegt, eðlilegt líf sé það sem hana dreymir um.„Ég er að vonast til að fá dagsleyfi í næsta mánuði. Ég hef fengið heimsóknir frá iðjuþjálfa úr litlum bæ hér í nágrenninu. Hún kom að hitta mig fyrir tilstilli eins fangavarðarins sem hafði áhyggjur af því hversu einmana ég var. Hún talar hollensku og það var æðislegt. Nú hefur hún komið að hitta mig nokkrum sinnum og það er svo gott að tala við hana. Ég ætla að nota dagsleyfið og fá mér kaffi með henni og síðast en ekki síst borða kvöldmat með fjölskyldu hennar og börnum. Það er það sem ég þrái. Að eiga eðlilega kvöldstund, þessir litlu hversdagslegu hlutir eru svo óskaplega dýrmætir.“Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Mynda tilfinningaleg tengsl við fórnarlömbÍ Skýrslu Sameinuðu þjóðanna á sviði glæpa og fíkniefna sem notuð er til fræðslu á dómsstigi er bent á leiðir sem mansalar nota til glæpa og ágóða. Ein af þeim helstu er að mynda tilfinningaleg tengsl við fórnarlömb. Mansalar þrífast á því að stjórna fórnarlömbum sínum, og samkvæmt skilgreiningu skortir samþykki og ásetning brotaþola í mansalsmálum. Þau ráða ekki ferð. Í sumum málum virðast fórnarlömb hafa gefið samþykki sitt en við nánari skoðun kemur ef til vill í ljós að samþykkið var vegna blekkinga og svika. Aðferðir sem eru títt notaðar eru ofbeldi, blekkingar, skuldaánauð, einangrun, trú og hindurvitni, skemmdarverk, hótanir. Flestir mansalar nota margar aðferðir til að ná tökum á fórnarlömbum. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að þótt fórnarlamb hafi ekki verið beitt ofbeldi eða grófum hótunum þá þýði það ekki að því sé ekki stjórnað með áhrifaríkum aðferðum. Fórnarlömb álíta sig vera í sambandi við mansalann. Samböndin eru af ýmsum toga. Ástarsambönd, vinasambönd og fjölskyldusambönd. Það þekkist að foreldrar selji börn sín mansali svo fagaðilar eru í skýrslu Sameinuðu þjóðanna beðnir um að þjálfa með sér víðsýni í þessum efnum og muna að brotaþolar treysta mansala í blindni. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir mansal sem byggist á tengslamyndunum við brotaþola einstaklega erfitt viðureignar. „Þetta er þekkt aðferð, „boyfriend-method,“ eða „kærastaaðferð“ að bindast brotaþola böndum og er áhrifaríkari en margar aðrar,“ segir Margrét. „Það eru svo margar aðferðir til þess að kúga aðra og svipta þá frelsi, en mansalar lenda ekki í jafn miklum vandræðum ef þeir hafa náð brotaþolanum á sitt band,“ segir Margrét. Fórnarlömb gætu skammast sín vegna þess að þau hafa verið blekkt. Á öllum stigum er fagaðilum bent á að fullvissa fórnarlamb um að þau hafi ekkert til að skammast sín fyrir. Að þau eigi ekki að álasa sér. Orð eins og: Hvernig gastu trúað þessu? og: Fannst þér þetta ekki svolítið grunsamlegt? eiga ekki við. Í skýrslunni kemur einnig fram að fórnarlömb skuli fá aðstoð og sálfræðiráðgjöf eins fljótt og auðið er til þess að hjálpa þeim að rjúfa vítahring kúgunar og ofbeldis. Bent er á að sérþjálfað fagfólk þurfi að koma að þessum málum og sér í lagi þegar börn eiga í hlut.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00