Umboðssvik ráðherra – Landsdómur kallaður saman? Skjóðan skrifar 28. janúar 2015 07:45 Skjóðan segir að í gögnum Víglundar Þorsteinssonar sé komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hvarf strax í upphafi valdatíðar sinnar frá þeirri stefnu sem fylgt var í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, um að afsláttur á lánum heimila og fyrirtækja sem færð voru frá gömlu bönkunum í hina nýju skyldi ganga áfram til lántakenda. Í gögnum Víglundar Þorsteinssonar er komin fram staðfesting á að því sem Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og fleiri hafa ávallt þvertekið fyrir. Nú er staðfest að ráðherrarnir tóku beinlínis ákvörðun um að láta afsláttinn af lánunum ekki ganga áfram til skuldara heldur skyldu kröfuhafar njóta hans. Samkvæmt gögnum Víglundar virðast 400 milljarðar, sem áttu að ganga til lántakenda, hafa verið afhentir kröfuhöfum. Það mun hafa verið að ráði JP Morgan og fleiri ráðgjafa, sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók ákvörðun um að reyna að tryggja að afslátturinn á lánum heimila og fyrirtækja yrði látinn ganga til lántakenda. Það var talin forsenda fyrir hraðri endurreisn hagkerfisins að lækka þessi lán og minnka skuldsetningu einkageirans. Þess í stað var búið til hvatakerfi í bönkum til að tryggja sem bestar heimtur umræddra lána auk þess sem tveimur bönkum var komið í hendur kröfuhafa með vafasömum hætti. Þá er ótalið það tjón sem orðið hefur vegna þeirrar ákvörðunar Steingríms og væntanlega Gylfa einnig að láta nýja Landsbankann gefa út 300 milljarða skuldabréf í erlendri mynt í uppgjöri við gamla Landsbankann. Þetta skuldabréf setur mikla pressu á gengi krónunnar. Steingrímur og Gylfi voru sérstakir áhugamenn, ásamt flestum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar, um að gera þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Það hefði kostað skattgreiðendur 300 milljarða ef þeir hefðu fengið vilja sínum framgengt. Ofangreindar stjórnarathafnir Steingríms J. og Gylfa Magnússonar hafa kostað skattgreiðendur 400 milljarða hið minnsta. Með Icesave hefði upphæðin verið 700 milljarðar. Er þá ótalinn kostnaður við vafasamar og misheppnaðar aðgerðir til bjargar völdum fjármálafyrirtækjum á borð við Sp Kef og VBS. Stöðnun ríkir í hagkerfinu og drjúgur hluti fyrirtækja og heimila er enn allt of skuldsettur. Ráðherrarnir höfðu ekki umboð til þessara verka. Umboðsleysið kom glögglega í ljós þegar þjóðin hafnaði Icesave-ríkisábyrgð í tvígang. Steingrímur hafði ekki umboð til að afhenda kröfuhöfum 400 milljarðana sem áttu að ganga til íslenskra lántakenda. Hann hafði heldur ekki umboð frá Alþingi þegar hann afhenti kröfuhöfum tvo banka sem ríkið átti. Hlýtur ekki Landsdómur að verða kallaður saman nú? Hann hefur verið kallaður saman af minna tilefni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira