Erlent

Óbreytt stjórn forsenda fyrir aðild Grikkja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Afstaða Merkel til þátttöku Grikkja í evrusamstarfinu er sögð hafa breyst.
Afstaða Merkel til þátttöku Grikkja í evrusamstarfinu er sögð hafa breyst. NordicPhotos/afp
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gæti þrýst á um að Grikkland hætti í evrusamstarfinu, ef ný ríkisstjórn tekur við völdum í Grikklandi. Kosið verður eftir þrjár vikur.

Þýska blaðið Der Spiegel hefur eftir heimildarmönnum sínum að verði Alexis Tsipras, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Grikklandi, oddviti ríkisstjórnar að kosningum loknum yrði ríkinu ekki stætt að taka þátt í evrusamstarfinu. Der Spiegel segir að Merkel og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, telji ekki lengur að það verði svo hættulegt fyrir evrusamstarfið að þátttöku Grikkja í því myndi ljúka. Gríska þingið var rofið á miðvikudag, en kosið verður þann 25. janúar. Ríkisfjármálin þar hafa verið ákaflega erfið að undanförnu. Mikið hefur verið skorið niður á nýliðnum árum til þess að ríkið gæti uppfyllt skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir neyðarlánum sem hafa verið veitt.

Talsmenn Alternative für Deutschland, sem berst gegn aðild Þýskalands að Evrópusambandinu, fagna þessum breyttu áherslu Merkel. „Ég fagna því að Merkel og Schäuble skuli viðurkenna að Grikkir geti yfirgefið evrusamstarfið,“ sagði Bernd Lucke, formaður flokksins, við þýsku DPA-fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×