Formúla 1

Sainz segir Toro Rosso geta staðið framar Red Bull 2016

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Carlos Sainz og Daniel Ricciardo glíma á brautinni.
Carlos Sainz og Daniel Ricciardo glíma á brautinni. Vísir/Getty
Carlos Sainz, ökumaður Toro Rosso liðsins telur að liðið geti staðið framar Red Bull á næsta ári. Toro Rosso mun notast við Ferrari vél en Red Bull Renault vél.

Ökumenn Toro Rosso, sem báðir voru að ljúka sínu fyrsta tímabili i Formúlu 1 gerðu það með glans. Toro Rosso lauk tímabilinu með 66 stig en systurliðið, Red Bull endaði með 187 stig.

Sainz telur að Ferrari vélin sem verður um borð á næsta ári gæti snúið taflinu við. Sú vél verður þó 2015 týpan, eins og vélin var undir lok tímabils. Margir sérfræðingar telja þá vél nánast jafnast á við Mercedes vélina.

Red Bull mun notast við TAG-Heuer merkta Renault vél. Sú vél þarf að ná gríðarlegum framförum í vetur ef hún á að standa jafnfætis Mercedes og Ferrari.

„Við ættum að vera á undan Red Bull á næsta tímabili,“ sagði Sainz.

„Ferrari vélin hefur um það bil 50-60 hestöflum meira. Fyrir okkur ætti það að þýða eitthvað á milli sex til átta tíundu úr sekúndu. Red Bull hafði um hálfrar sekúndu forskot á þessu tímabili, með sömu vél,“ bæti Sainz við.

„Við ættum því að vera á undan. Ég held hins vegar að Red Bull hafi lært hverjir veikleikar liðsins eru og þeir munu hafa betri bíl 2016,“ hélt Sainz áfram.

Vangavelturnar eru einfaldar er raunin svo miklu flóknari. Það er ómögulegt að segja til um goggunarröð liða á næsta ári eins og staðan er núna. Það getur svo gríðarlega margt gerst.


Tengdar fréttir

Red Bull notar Tag Heuer vél

Red Bull liðið mun nota Renault vél á næsta ári sem merkt verður úraframleiðandanum Tag Heuer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×