Íslenski boltinn

Ísland mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska landsliðið.
Íslenska landsliðið. Vísir
KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Ísland muni spila gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Abú Dabí þann 16. janúar.

Áður var búið að tilkynna að Íslandi fari í æfingaferð til borgarinnar í janúar og að liðið mæti Finnlandi í æfingaleik þar 13. janúar.

Á dögunum var einnig tilkynnt að Ísland mætir Bandaríkjunum í æfingaleik í Los Angeles þann 31. janúar og spilar því landsliðið alls þrjá leiki í næsta mánuði.

Enginn leikjanna fer þó fram á alþjóðlegum leikdegi og því er ekki von á öður en að íslenska landsliðið verði í þessum leikjum skipað leikmönnum sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.

Ísland mun nota leikina til að undirbúa sig fyrir EM í knattspyrnu næsta sumar en dregið var í riðla um helgina. Ísland lenti í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×