Erlent

Berja á ISIS sem aldrei fyrr

Samúel Karl Ólason skrifar
Nærri því níu þúsund sprengjum hefur verið varpað gegn ISIS frá síðasta sumri.
Nærri því níu þúsund sprengjum hefur verið varpað gegn ISIS frá síðasta sumri. Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir bandalag Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu berja nú á samtökunum sem aldrei fyrr. Hann sagði að ­fjöldi loftárása gegn samtökunum í einum mánuði hefðu aldrei verið jafn margar og nú í nóvember. Þá hafi háttsettir meðlimir samtakanna verið felldir á síðustu vikum og harðar árásir hafi verið gerðar gegn olíuvinnslum þeirra.

Þetta sagði forsetinn í ræðu í dag þar sem hann reyndi að draga úr þeirri töluverðu ólgu sem hefur verið í Bandaríkjunum eftir að maður og kona myrtu 14 manns í Kaliforníu þann 2. desember og 130 manns voru myrt í Frakklandi í síðasta mánuði. Stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum hefur verið gagnrýnd mikið á síðustu vikum.

Í ræðu sinni, sem sjá má hér að neðan, fór Obama yfir að ISIS hafi misst um 40 prósent af yfirráðasvæði sínu í Írak og hvaða leiðtoga samtakanna Bandaríkin hafi fellt, þar á meðal Jihadi John, böðul samtakanna. Allt í ­allt hefur bandalagið gert um níu þúsund loftárásir verið gerðar gegn ISIS frá síðasta sumri, samkvæmt frétt BBC.

Auk þess að leggja línurnar sendi Obama leiðtogum ISIS skilaboð.

„Leiðtogar ISIS geta ekki falið sig og skilaboð okkar til þeirra eru einföld: Þið eru næstir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×