Erlent

Tveir handteknir í tengslum við árásirnar í París

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Lögreglan í Austurríki hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, þar sem hundrað og þrjátíu biðu bana. Mennirnir voru handteknir í flóttamannabúðum í Salzburg um helgina en talið er að þeir hafi komið þangað frá Miðausturlöndum, að sögn talsmanns saksóknara í Salzburg. Verið er að rannsaka hvort mennirnir tengist hryðjuverkasamtökum.

Óstaðfestar fregnir herma að um sé að ræða franska ríkisborgara og eru þeir sagðir hafa komið til Grikklands með fölsk sýrlensk vegabréf, ásamt vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af austurrískum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×