Formúla 1

Sebastian Buemi vann Formúlu E í Ungverjalandi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Buemi var besti maðurinn á brautinni í dag.
Sebastian Buemi var besti maðurinn á brautinni í dag. Vísir/Formularapida
Sebastian Buemi á Renault e.Dams kom fyrstur í mark í Formúlu E í Ungverjaldandi. Lucas di Grassi varð annar á ABT bílnum og Jerome d´Ambrosio varð þriðji á Dragon bílnum.

Buemi er fyrsti maðurinn í sögu Formúlu E sem vinnur í annað skiptið á sömu brautinni. Enda er Formúla E á sínu öðru tímabili.

Þriðja Formúlu E keppni tímabilsins fór fram á götum Punta del Este í Ungverjalandi í dag.

D´Ambrosio hjá Dragon liðinu var á ráspól, liðsfélagi hans, Loic Duval var annar í tímatökunni.Maðurinn sem vann síðust keppni, Sam Bird var þriðji á ráslínu á Virgin Racing bílnum.

Jacques Villeneuve, Formúlu 1 goðsögnin tók ekki þátt í keppninni, Venturi liðið átti ekki tvo bíla fyrir hann eftir að bilun kom upp í öðrum bíl hans.

Töluverður sandur var á brautinni sem gerði ökumönnum í sléttum tölum á ráslínu sérsaklega erfitt fyrir í ræsingu.

Bird náði öðru sæti í ræsingunni, Duval var ekki nógu fljótur af stað. D´Ambrosio átti mjög góða ræsingu.

Bruno Senna þurfti koma inn á þjónustusvæðið til að skipta um dekk, sem er óvenjulegt í Formúlu E. En það sprakk eitt dekk hjá honum, fyrsta skipti sem skipt er um dekk í Formúlu E. Það var svo snemma í keppninni að hann hefði ekki getað skipt um bíl.

Buemi, sem ræsti fimmti var kominn á hæla forystusauðsins, strax á sjötta hring á Renault e.Dams bílnum. Buemi tók forystuna á áttunda hring. Hann stakk af þegar hann var kominn fram úr.

Di Grassi náði örðu sæti á ABT bílnum með því að ná bílaskiptunum innan 59 sekúndna lágmarksins. D´Ambrosio var rétt rúma mínútu að skipta um bíl og taka af stað og tapaði þar með öðrusætinu.

Bíll Bird bilaði á hring 20, hann reyndi að endurræsa hann, en allt kom fyrir ekki. Bíllinn fór ekki af stað aftur.

Nelson Piquet Jr. lenti harkalega á varnarvegg á síðasta hringnum eftir að hafa snert Jean-Eric Vergne í baráttu um sæti.


Tengdar fréttir

Sebastian Buemi vann í Kína

Sebastian Buemi á Renault vann fyrstu keppni Formúlu E tímabilsins sem fór fram í Peking í morgun. Lucas di Grassi varð annar á Abt Schaeffler Audi og Nick Heidfeld á Mahindra varð þriðji.

Lucas di Grassi vann í Putrajaya

Lucas di Grassi kom fyrstur í mark á ABT Schaeffler í annarri keppni tímabilsins í Formúlu E. Sam Bird á DS Virgin bílnum varð annar. Robin Frijns á Amlin Andretti varð þriðji.

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Forseti Ferrari, Sergio Marchionne hefur sagt að hann íhugi að draga Ferrari úr keppni í Formúlu 1, verði að hugmyndum um einfaldari vél frá óháðum framleiðanda.

McLaren á tvær sekúndur inni

Ökumenn McLaren liðsins, Fernando Alonso og Jenson Button telja tveggja sekúndna framfarir afar mögulegar í vetur. Þeir telja mögulegt að þeir muni berjast um verðlaunasæti á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×