Fótbolti

Messi: Luis Suarez átti líka skilið að vera tilnefndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Luis Suarez.
Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty
Argentínumaðurinn Lionel Messi er enn á ný meðal þeirra þriggja sem kom til að greina sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA.

Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar urðu í þremur efstu sætunum og einn af þeim þremur fær Gullboltann afhendan í janúar.

Lionel Messi og Neymar spila saman hjá Barcelona-liðinu sem vann þrefalt í vor en þriðji maðurinn í sóknarlínunni er Úrúgvæmaðurinn Luis Suarez. Messi vildi sjá hann tilnefndan líka.

„Ég er ánægður með að vera aftur einn af þremur efstu í kjörinu. Ég er líka ánægður með að fá að vera þar með Neymar," sagði Lionel Messi í viðtali við Sky Sports sem var tekið þegar Messi var valinn besti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í gær.

„Ég hefði líka viljað hafa Luis þarna því hann átti einnig skilið að vera tilnefndur fyrir frábæra frammistöðu sína á síðasta ári," sagði Messi en hann var þó ekkert að skjóta á Cristiano Ronaldo.

„Við verðum bara að sætta okkur við það að Cristiano á svo sannarlega skilið að vera einn af þessum þremur efstu. Við munum bara njóta þess að vera þarna eins og alltaf," sagði Messi.

Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez spiluðu sitt fyrsta tímabil saman í fyrra og hafa myndað saman ógnvænlega framherjalínu þar sem þeir hafa allir verið að skora eða leggja upp mörk fyrir hvern annan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×